Erlent

40 þúsund manns á Euro Pride í Varsjá

Um fjörtíu þúsund manns taka þessa stundina þátt í Evrópu Pride, eða Europride, í Varsjá höfuðborg Póllands.

Tomasz Baczkowski framkvæmdastjóri hátíðarinnar sagði í samtali við fréttastofu að þátttakan væri framar öllum vonum skipuleggjenda hennar. En fyrirfram var reiknað með að um tuttugu þúsund manns tækju þátt í hátíðarhöldunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Europride er haldið í einum af gömlu ríkjum Austur-Evrópu, en Europride r haldið til skiptis í borgum Evrópu.

Tómas segir að andstæðingar hátíðarinnar hafi lítið sem ekkert náð að trufla hátíðina. En töluverð andstaða er við réttindi samkynhneigðra í Póllandi. Eftir að landið gekk í Evrópusambandið var þrýst á landið að viðurkenna réttindi samkynhneigðra eins og annarra minnihlutahópa og í framhaldi af því fór fyrsta löglega gleðigangan fram í Varsjá árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×