Viðskipti innlent

Lán Landsvirkjunnar fer í innlendan rekstrarkostnað

Lánið er sambærilegt við yfirdráttarheimild og má ganga á það með litlum fyrirvara.
Lánið er sambærilegt við yfirdráttarheimild og má ganga á það með litlum fyrirvara.

„Þetta lán tryggir okkur aðgengi að krónum til rekstrar hér. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann skrifaði í gær undir samning um veltilán frá Íslandsbanka upp á þrjá milljarða króna til þriggja ára í nafni Landsvirkjunar.

Lánið er sambærilegt við yfirdráttarheimild og má ganga á það með litlum fyrirvara. Landsvirkjun hefur sambærilegan aðgang að 280 milljónum Bandaríkjadala vegna erlends kostnaðar.

Landsvirkjun á fyrir laust fé upp á 110 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði fjórtán milljarða króna, og ræður yfir nægu fjármagni til að standa við allar skuldbindingar til ársloka 2012. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×