Hvernig Alþingi? 4. september 2010 06:00 Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun