Erlent

Chavez til fundar við Ahmadinejad

Það var fór vel á með Ahmadinejad og Chavez þegar þeir hittust á fundi OPEC-ríkjanna í nóvember 2007. Mynd/AP
Það var fór vel á með Ahmadinejad og Chavez þegar þeir hittust á fundi OPEC-ríkjanna í nóvember 2007. Mynd/AP
Hugo Chavez, forseti Venesúela, er á leið til Írans þar sem hann hyggst funda með vini sínum Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Venesúela og Íran hafa styrkt mjög samband sitt á undanförnum árum og hafa forsetarnir verið duglegir að heimsækja hvern annan. Hugsunin með fundi þeirra á morgun er að styrkja samband ríkjanna ennfrekar.

Chavez mun dvelja í höfuðborginni Tehran í tvo daga. Auk þess að funda með Ahmadinejad mun Chavez og sendinefnd Venesúela hitta fjöldann allan af írönskum embættismönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×