Segir sláandi mótsögn í aðgerðum Seðlabankans. 11. febrúar 2010 10:40 "Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Seðlabanki Íslands er að soga til sín allt lausafé á íslenskum markaði í þeim tilgangi að halda vöxtum hér háum. Sem sagt, þá vill Seðlabanki fá til landsins erlent lánsfjármagn og erlenda fjárfesta á sama tíma og hann sogar til sín allt íslenskt lausafé svo að tryggt sé að því verði örugglega ekki fjárfest á Íslandi. Er ekki einhver sláandi mótsögn í þessum aðgerðum?"Þetta segir í nýjum pistil sem GAMMA hefur sent frá sér þar sem kemur fram hörð gagnrýni á vaxtastefnu Peningastefnunefndar.Síðan segir að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sé enn á ný er reynt að rökstyðja hávaxtastefnu á landi sem er í djúpri kreppu með tilheyrandi háu atvinnuleysi, skerðingu á ráðstöfunartekjum og samdrætti í hagkerfinu."Okkur finnst vert að draga út tvö atriði úr fundargerðinni sem okkur þykja mótsagnakennd og valda okkur áhyggjum yfir þankagangi peningastefnunefndar, að minnsta kosti hluta hennar.Í fundargerðinni er fjallað um mikilvægi beinnar erlendrar fjárfestingar:„Nefndarmenn bentu á að ef óvissunni yrði ekki eytt á næstunni gætu áhrifin takmarkað aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og dregið úr líkum á nýrri beinni erlendri fjárfestingu á næstu misserum. Þetta mundi leiða til minni fjárfestingar og meira atvinnuleysis en í grunnspánni og meiri samdrætti landsframleiðslu, þar sem öll ný fjárfestingarverkefni þyrfti þá að fjármagna með innlendum sparnaði sem aðeins væri hægt að útvega með því að draga enn frekar saman einkaneyslu og ríkisútgjöld."Vert er að benda á það að erlendir aðilar eiga um 246 milljarða króna í stuttum ríkisbréfum og ríkisvíxlum - sem eru ekki gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Ekki fæst heldur séð hvernig háir vextir stuðla að því að eigendur þessara skammtímafjárfestinga hafi áhuga á því að færa sig í langtímafjárfestingar og því síður er skiljanlegt hvers vegna þarf háa vexti til að halda þessum krónum á Íslandi í ljósi þess að hér eru gjaldeyrishöft, sem hafa nú þá virkni að fæst bendir til að krónan myndi veikjast við við lægra vaxtastig en nú er.Sumir skilgreina þessa erlendu fjárfestingu sem „óþolinmótt fjármagn" og má rökstyðja með einföldum hætti að háir vextir stækki þetta ,,óþolinmóða fjármagn" hratt og sé því ekki að hjálpa til heldur gera illt verra í framtíðinni.Það virðist því enn vera sem svo, einsog við höfum áður reynt að benda á, að Seðlabanki Íslands vilji halda áfram sama leiknum og undanfarin ár, að laða til sín erlent skammtímafjármagn í formi „vaxtamunaviðskipta" (e. carry trade). Þetta fjármagn skapar lítinn framtíðarhagvöxt og er ekki fjárfest í verkefnum sem skapa nauðsynlegan gjaldeyri í framtíðinni fyrir íslenskt þjóðarbú."Þá veltir GAMMA fyrir sér hinu háa vaxtastigi sem Seðlabankinn viðheldur. Í pistlinum segir: " Óþægilega stór hluti peningastefnunefndar hangir eins og hundur á roði á þeirri hugmynd að óvissu varðandi Icesave og hækkandi skuldatryggingarálag þurfi að bæta upp með hærri vöxtum þegar engar raunverulegar vísbendingar eru um slíkt.Þvert á móti bendir allt til þess að lægri vextir séu algjörlega nauðsynlegir bæði til reisa við hagkerfið og skapa skilyrði fyrir fljótandi krónu, gefið að slíkt sé yfir höfuð raunhæft." Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
"Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Seðlabanki Íslands er að soga til sín allt lausafé á íslenskum markaði í þeim tilgangi að halda vöxtum hér háum. Sem sagt, þá vill Seðlabanki fá til landsins erlent lánsfjármagn og erlenda fjárfesta á sama tíma og hann sogar til sín allt íslenskt lausafé svo að tryggt sé að því verði örugglega ekki fjárfest á Íslandi. Er ekki einhver sláandi mótsögn í þessum aðgerðum?"Þetta segir í nýjum pistil sem GAMMA hefur sent frá sér þar sem kemur fram hörð gagnrýni á vaxtastefnu Peningastefnunefndar.Síðan segir að í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sé enn á ný er reynt að rökstyðja hávaxtastefnu á landi sem er í djúpri kreppu með tilheyrandi háu atvinnuleysi, skerðingu á ráðstöfunartekjum og samdrætti í hagkerfinu."Okkur finnst vert að draga út tvö atriði úr fundargerðinni sem okkur þykja mótsagnakennd og valda okkur áhyggjum yfir þankagangi peningastefnunefndar, að minnsta kosti hluta hennar.Í fundargerðinni er fjallað um mikilvægi beinnar erlendrar fjárfestingar:„Nefndarmenn bentu á að ef óvissunni yrði ekki eytt á næstunni gætu áhrifin takmarkað aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og dregið úr líkum á nýrri beinni erlendri fjárfestingu á næstu misserum. Þetta mundi leiða til minni fjárfestingar og meira atvinnuleysis en í grunnspánni og meiri samdrætti landsframleiðslu, þar sem öll ný fjárfestingarverkefni þyrfti þá að fjármagna með innlendum sparnaði sem aðeins væri hægt að útvega með því að draga enn frekar saman einkaneyslu og ríkisútgjöld."Vert er að benda á það að erlendir aðilar eiga um 246 milljarða króna í stuttum ríkisbréfum og ríkisvíxlum - sem eru ekki gjaldeyrisskapandi fjárfestingar. Ekki fæst heldur séð hvernig háir vextir stuðla að því að eigendur þessara skammtímafjárfestinga hafi áhuga á því að færa sig í langtímafjárfestingar og því síður er skiljanlegt hvers vegna þarf háa vexti til að halda þessum krónum á Íslandi í ljósi þess að hér eru gjaldeyrishöft, sem hafa nú þá virkni að fæst bendir til að krónan myndi veikjast við við lægra vaxtastig en nú er.Sumir skilgreina þessa erlendu fjárfestingu sem „óþolinmótt fjármagn" og má rökstyðja með einföldum hætti að háir vextir stækki þetta ,,óþolinmóða fjármagn" hratt og sé því ekki að hjálpa til heldur gera illt verra í framtíðinni.Það virðist því enn vera sem svo, einsog við höfum áður reynt að benda á, að Seðlabanki Íslands vilji halda áfram sama leiknum og undanfarin ár, að laða til sín erlent skammtímafjármagn í formi „vaxtamunaviðskipta" (e. carry trade). Þetta fjármagn skapar lítinn framtíðarhagvöxt og er ekki fjárfest í verkefnum sem skapa nauðsynlegan gjaldeyri í framtíðinni fyrir íslenskt þjóðarbú."Þá veltir GAMMA fyrir sér hinu háa vaxtastigi sem Seðlabankinn viðheldur. Í pistlinum segir: " Óþægilega stór hluti peningastefnunefndar hangir eins og hundur á roði á þeirri hugmynd að óvissu varðandi Icesave og hækkandi skuldatryggingarálag þurfi að bæta upp með hærri vöxtum þegar engar raunverulegar vísbendingar eru um slíkt.Þvert á móti bendir allt til þess að lægri vextir séu algjörlega nauðsynlegir bæði til reisa við hagkerfið og skapa skilyrði fyrir fljótandi krónu, gefið að slíkt sé yfir höfuð raunhæft."
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent