Staðreyndir og blekkingar 11. febrúar 2010 10:45 Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson svarar Ögmundi Jónassyni Ögmundur Jónasson sendir mér tóninn á heimasíðu sinni auk þess að veita málglöðum einstaklingum sem bera nöfn eins og Pétur, Aðalsteinn eða Árni athvarf á þessari sömu síðu. Svo undarlega vill til að þessir bréfavinir Ögmundar eru allir á sama máli og hann. Vera kann að þetta marghenta vefsíðu-orgelspil sé verk margra manna. En hvort sem Ögmundur er margur eða einn í þessum skrifum er eitt víst og það er að þau auka ekki gæði þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Síðasta pistil sinn kallar Ögmundur Hættum blekkingum! Þann pistil mun hann einnig hafa birt í Morgunblaðinu. Um fá mál hafa verið jafn skiptar skoðanir hér á landi og um hvernig gengið skuli frá skuldamálum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna IceSave-reikninganna í Bretlandi og Hollandi enda eru á málinu margar hliðar. Í augnablikinu virðist sem Ögmundur og meirihluti kjósenda eigi samleið í andstöðu við lausnartilburði ríkisstjórnarinnar. Þetta að eiga samleið með meirihlutanum er líklega ný staða fyrir hann. Og nú bregður svo við að Ögmundur vill ekki að þeir sem skoða málið frá öðrum vinklum en hann sjálfur geri grein fyrir skoðunum sínum og niðurstöðum á erlendum vettvangi. Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ögmundur, sem var verkalýðsforingi í mörg ár, gagnrýnir aðferð mína við að meta skuldbindingar Íslendinga vegna fyrirliggjandi samnings um greiðslu IceSave-skuldarinnar. Það kemur mér á óvart því aðferðafræðin er nákvæmlega sú sama og beitt er þegar kjarasamningar og samningstilboð þeim tengd eru metin. Upphæðir sem falla til á ólíkum tímum eru færðar á sambærilegt verðlag og greiðslustraumar eru núvirtir. Dæmi: Setjum sem svo að viðsemjendur Ögmundar verkalýðsforingja setji hann í þá pínu að velja milli 10.000 króna eingreiðslu 1. maí eða segjum 12.000 króna eingreiðslu 1. desember. Hvor kosturinn er betri fer eftir verðlagsþróun og ávöxtunarkröfu. Til að meta það og ákveða hvorn kostinn skuli velja þarf að staðvirða og núvirða! Sé það ekki gert er hætt við því að verkalýðsforinginn samþykki lakara tilboðið og snuði þannig umbjóðendur sína. En þegar kemur að skuldbindingum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda er sú aðferðafræði sem góðir verkalýðsforingjar nota í kjarasamningum allt í einu stórhættuleg, að ekki sé sagt þjóðhættuleg að áliti Ögmundar! Það er stefna Englandsbanka að halda verðbólgu í Bretlandi innan við 3% á ári. Það er samdóma álit hagfræðinga að sú barátta verði bankanum erfið nokkur næstu ár vegna mikils hallareksturs breska ríkisins. Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi. Fullyrðingar um að kostnaður við lausn IceSave-deilunnar séu 700 milljarðar eru blekkingar. Leiða má líkur að því að núvirtur kostnaður af að fresta því að leysa IceSave-málið sé margfaldur á við þá 120-180 milljarða sem fyrirliggjandi samningur kostar. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun