Erlent

Mikil gleði og glaumur á Spáni

Mikil gleði og glaumur hefur ríkt á götum í öllum borgum og bæjum Spánar í gærkvöldi og nótt.

Heimamenn hafa verið að fagna heimsmeistaratitilinum í fótbolta, þeim fyrsta sem Spánn vinnur frá upphafi keppninnar. Aldrei fyrr í sögunni hafa Spánverjar kysst hvorir aðra jafnmikið, faðmast og drukkið jafnmikið rauðvín á einni nóttu.

Von er á fótboltaliðinu heim til Spánar í dag og þá munu hátíðarhöldin halda áfram af sama krafti og fyrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×