Erlent

Írar geta lært mikið af Íslendingum

Bernard Allen, írskur stjórnmálafræðingur og formaður nefndar sem rannsakar ástæður og orsakir efnahagshrunsins á Írlandi, segir að Írar ættu að líta til Íslands við rannsóknina á efnahagshruninu árið 2008.

Hann segir að Írar ættu að fara sömu leið og Íslendingar, það er að segja að komast að rót vandans. Nefndin sem Allen fer fyrir heimsótti Ísland í júní til að kynna sér aðferðir rannsóknarnefndar Alþingis og hún gæti lært mikið af aðferðum Íslendinga.

Írland lenti illa í lausafjárkreppunni árið 2008 og glímir við samskonar vandamál og Ísland. Allen leggur til að þáttur stjórnmálamanna og háttsettra embættismanna í hruninu verði skoðaður eins og gert hafi verið á Íslandi. Hann segir löndin vera mjög lík en ekki hafi verið gert nógu mikið úr ábyrgð stjórnvalda í aðdraganda hrunsins á Írlandi.

Hægt er að lesa greinina á ensku hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×