Jónas Guðmundsson: Nýr samgöngumáti 25. maí 2010 15:05 Samgöngur skipta alla máli. Þetta er málaflokkur sem er stöðugum breytingum undirorpinn og má gera ráð fyrir að lítið lát verði á í bráð. Kemur þar margt til. Eldsneytisverð og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hérlendis er kominn í hæstu hæðir. Fyrir Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til nýrra umferðarlaga (með ráðagerð um hækkaðan bílprófsaldur); frumvarp til laga um almenningssamgöngur og loks nýja samgönguáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum hugmyndum og aðferðum við gjaldtöku fyrir afnot af vegakerfinu. Umhverfis- og skipulagsmál fá sífellt aukið vægi og ekki síst má minna á þá miklu röskun á flugsamgöngum jafnt hér innanlands og í stórum hlutum Evrópu sem hlaust af nýlegum eldgosum. Fram undir þetta hafa samgöngur innanlands einkum miðast við að menn kæmu sér sjálfir á áfangastað og ef um lengri veg er að fara þá í einkabíl. Almenningssamgöngur, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins til annarra en stærstu staða og hvort sem er á landi eða í lofti, eru í flestum tilfellum stopular og dýrar fyrir farþega jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Miðað við þann kostnað sem felst í því að eiga og reka bifreiðar og þá litlu nýtingu sem oft er á þeim miðað við afkastagetu og tilkostnað þar sem ökumenn eru oftast einir á ferð, þótt rúm sé fyrir þrjá til fjóra farþega, ynnist margt ef auka mætti samnýtingu þeirra og fleiri ferðuðust saman. Ætti þessi ferðamáti einkum að nýtast á lengri leiðum utan þéttbýlis og til og frá vinnu þar sem um lengri veg er að fara. Eru stjórnvöld, jafnt ríki og sveitarfélög, hvött til að viðurkenna samnýtingu sem sérstakan samgöngumáta og stuðla með því að breyttu hugarfari. Vissulega þarf að hyggja að nokkrum atriðum ef í þetta verður ráðist en ef vel tekst til ætti vel að vera unnt að virkja þessa ónýttu flutningsgetu þannig að um það munaði, öllum til hagsbóta. Það sem meira er stjórnvöld þyrftu ekki að kosta til neinum fjármunum aðeins að beita sér fyrir nýrri hugsun og sýna örlítið frumkvæði og kjark. Það sem helst verður að telja að skorti á til að þetta geti orðið raunhæfur samgöngumáti auk breytts hugarfars landsmanna, sem flestir miða við að hver eigi og reki sinn bíl, er eins og áður segir opinber viðurkenning og stuðningur stjórnvalda. Það þýðir að um þennan samgöngumáta þurfa að gilda einhverjar reglur um réttindi og skyldur ökumanns og farþega. Þeir sem leggja til ökutæki og annast aksturinn fái einhverjar greiðslur upp í sinn kostnað helst samkvæmt opinberri og samræmdri gjaldskrá og skapaður verði traustur samskiptamáti um t.d. vefi eða símaver en ný tækni býður upp á fjölmarga möguleika í þessum efnum. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að ökumanni sé heimilt að taka við greiðslu fyrir þátttöku í kostnaði við akstur enda teljist ekki um akstur í atvinnuskyni að ræða. Auk þessa að greiða ökumanni beint með peningum má tæknilega búa svo um hnúta að greiða megi með SMS-skilaboðum og eins mætti útbúa miða sem væru ávísun á bensín. Merkja mætti staði þar sem þeir sem óska fars geta komið sér fyrir og hugsanlega útbúa merki fyrir þau ökutæki sem bjóða far, sem hafa mætti í t.d. framrúðu og taka niður eða setja upp eftir þörfum. Hugsanlega mætti gera áskilnað um að þeir ökumenn sem bjóða far væru sérstaklega skráðir til að tryggja öryggi og sama gæti jafnvel átt við um farþega. Sem hvatningu til að samnýta ökutæki gætu stjórnvöld heimilað ökutækjum með farþega að nota sérreinar fyrir strætó, að hafa aðgang að ókeypis bílastæðum á völdum stöðum eða forgang að bílastæðum næst áfangastað, sleppa við veggjöld ef þau verða lögð á og fleira mætti tína til. Við vissar kringumstæður getur traustur vettvangur fyrir samnýtingu ökutækja skapað aukið öryggi, t.d. við náttúruhamfarir, í ófærð og óveðrum o.s.frv. Hefjast þarf handa sem fyrst við kynningu og hvatningu til að nýta þennan samgöngumáta og má fullyrða að ef vel tekst til megi spara verðmæti, minnka þörf fyrir landrými, bæta umhverfið og aðgengi að samgöngum, auka hreyfanleika í samfélaginu og gera það skemmtilegra og fjölbreyttara. Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík og áhugamaður um greiðar samgöngur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta alla máli. Þetta er málaflokkur sem er stöðugum breytingum undirorpinn og má gera ráð fyrir að lítið lát verði á í bráð. Kemur þar margt til. Eldsneytisverð og kostnaður við kaup og rekstur ökutækja hérlendis er kominn í hæstu hæðir. Fyrir Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til nýrra umferðarlaga (með ráðagerð um hækkaðan bílprófsaldur); frumvarp til laga um almenningssamgöngur og loks nýja samgönguáætlun þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum hugmyndum og aðferðum við gjaldtöku fyrir afnot af vegakerfinu. Umhverfis- og skipulagsmál fá sífellt aukið vægi og ekki síst má minna á þá miklu röskun á flugsamgöngum jafnt hér innanlands og í stórum hlutum Evrópu sem hlaust af nýlegum eldgosum. Fram undir þetta hafa samgöngur innanlands einkum miðast við að menn kæmu sér sjálfir á áfangastað og ef um lengri veg er að fara þá í einkabíl. Almenningssamgöngur, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins til annarra en stærstu staða og hvort sem er á landi eða í lofti, eru í flestum tilfellum stopular og dýrar fyrir farþega jafnvel þótt niðurgreiðslur komi til. Miðað við þann kostnað sem felst í því að eiga og reka bifreiðar og þá litlu nýtingu sem oft er á þeim miðað við afkastagetu og tilkostnað þar sem ökumenn eru oftast einir á ferð, þótt rúm sé fyrir þrjá til fjóra farþega, ynnist margt ef auka mætti samnýtingu þeirra og fleiri ferðuðust saman. Ætti þessi ferðamáti einkum að nýtast á lengri leiðum utan þéttbýlis og til og frá vinnu þar sem um lengri veg er að fara. Eru stjórnvöld, jafnt ríki og sveitarfélög, hvött til að viðurkenna samnýtingu sem sérstakan samgöngumáta og stuðla með því að breyttu hugarfari. Vissulega þarf að hyggja að nokkrum atriðum ef í þetta verður ráðist en ef vel tekst til ætti vel að vera unnt að virkja þessa ónýttu flutningsgetu þannig að um það munaði, öllum til hagsbóta. Það sem meira er stjórnvöld þyrftu ekki að kosta til neinum fjármunum aðeins að beita sér fyrir nýrri hugsun og sýna örlítið frumkvæði og kjark. Það sem helst verður að telja að skorti á til að þetta geti orðið raunhæfur samgöngumáti auk breytts hugarfars landsmanna, sem flestir miða við að hver eigi og reki sinn bíl, er eins og áður segir opinber viðurkenning og stuðningur stjórnvalda. Það þýðir að um þennan samgöngumáta þurfa að gilda einhverjar reglur um réttindi og skyldur ökumanns og farþega. Þeir sem leggja til ökutæki og annast aksturinn fái einhverjar greiðslur upp í sinn kostnað helst samkvæmt opinberri og samræmdri gjaldskrá og skapaður verði traustur samskiptamáti um t.d. vefi eða símaver en ný tækni býður upp á fjölmarga möguleika í þessum efnum. Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að ökumanni sé heimilt að taka við greiðslu fyrir þátttöku í kostnaði við akstur enda teljist ekki um akstur í atvinnuskyni að ræða. Auk þessa að greiða ökumanni beint með peningum má tæknilega búa svo um hnúta að greiða megi með SMS-skilaboðum og eins mætti útbúa miða sem væru ávísun á bensín. Merkja mætti staði þar sem þeir sem óska fars geta komið sér fyrir og hugsanlega útbúa merki fyrir þau ökutæki sem bjóða far, sem hafa mætti í t.d. framrúðu og taka niður eða setja upp eftir þörfum. Hugsanlega mætti gera áskilnað um að þeir ökumenn sem bjóða far væru sérstaklega skráðir til að tryggja öryggi og sama gæti jafnvel átt við um farþega. Sem hvatningu til að samnýta ökutæki gætu stjórnvöld heimilað ökutækjum með farþega að nota sérreinar fyrir strætó, að hafa aðgang að ókeypis bílastæðum á völdum stöðum eða forgang að bílastæðum næst áfangastað, sleppa við veggjöld ef þau verða lögð á og fleira mætti tína til. Við vissar kringumstæður getur traustur vettvangur fyrir samnýtingu ökutækja skapað aukið öryggi, t.d. við náttúruhamfarir, í ófærð og óveðrum o.s.frv. Hefjast þarf handa sem fyrst við kynningu og hvatningu til að nýta þennan samgöngumáta og má fullyrða að ef vel tekst til megi spara verðmæti, minnka þörf fyrir landrými, bæta umhverfið og aðgengi að samgöngum, auka hreyfanleika í samfélaginu og gera það skemmtilegra og fjölbreyttara. Höfundur er sýslumaður í Bolungarvík og áhugamaður um greiðar samgöngur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun