Innlent

Umferð dróst verulega saman á fyrstu mánuðum ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðin dróst saman á fyrstu mánuðum ársins. Mynd/ Daníel.
Umferðin dróst saman á fyrstu mánuðum ársins. Mynd/ Daníel.
Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 stöðum á Hringveginum þar sem talið er. Þetta jafngildir um 3,2% minnkun. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma. Athygli vekur að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 stóð umferðin í stað eftir að hafa aukist mjög mikið árin á undan eða um 8-14%. Örlítil aukning varð fyrstu fjóra mánuðina í fyrra.

Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að nú þegar fjórir fyrstu mánuðir ársins eru að baki sé meira mark takandi á umferðartölum frá áramótum, páskarnir skekki ekki lengur myndina. Samdrátturinn í apríl í ár nam tæpum 8% en rúmum 3% frá áramótum. Í fyrra jókst umferðin fyrstu fjóra mánuðina um 0,7% en stóð í stað 2008, aukningin 2007 var hinsvegar tæp 8%, árið 2006 tæp 14% þannig að breytingin er mjög mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×