Innlent

Alls tæp 21 milljón til Haítí

Leikir og myndmennt eru notuð til að hjálpa börnum á Haítí að tjá erfiða reynslu sína og vinna úr henni.
Leikir og myndmennt eru notuð til að hjálpa börnum á Haítí að tjá erfiða reynslu sína og vinna úr henni.

12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haítí en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí.

Féð rennur til hjálpar- og uppbyggingarstarfa á vegum ACT Alliance, Alþjóðahjálparstarfs kirkna, en þau samtök voru að störfum á Haítí fyrir skjálftann og því í „einstakri aðstöðu til að sinna þar neyðar- og uppbyggingarstarfi,“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu.

ACT Alliance segir 90 prósent af 1,5 milljónum heimilislausra í landinu hafa fengið nauðsynlegt byggingarefni til að koma sér upp húsnæði til bráðabirgða. Auk þess hefur ýmsum nauðsynjavörum verið dreift til tugþúsunda fjölskyldna og vatni er dreift daglega.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×