Sögulegar kosningar til stjórnlagaþings Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2010 03:00 Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við Íslendingar til sögulegra kosninga þar sem valdir verða fulltrúar á stjórnlagaþing. Kosningarnar eru mikilvægur þáttur í því merkilega lýðræðisferli sem nú fer fram við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Vil ég hvetja alla sem kosningarétt hafa til að nýta sér þetta einstæða tækifæri til að hafa áhrif á framtíð þjóðarinnar og taka þátt í að móta þann ramma eða grundvöll sem íslenskt samfélag mun byggja á. Ég hef lengi haft þá sannfæringu að forsenda þess að sátt náist um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, eins og stefnt hefur verið að allt frá stofnun lýðveldisins, sé að þjóðin sjálf og fulltrúar hennar sem ekki hafa beina hagsmuni af lítt breyttu fyrirkomulagi vinni það verk. Alþingi Íslendinga hefur ekki auðnast það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sem þingmaður flutti ég fyrst frumvarp um sérstakt stjórnlagaþing, skipað öðrum en þingmönnum, haustið 1994. Lengi vel talaði ég fyrir daufum eyrum í þessum efnum en eftir það mikla efnahags- og stjórnmálahrun sem við urðum fyrir haustið 2008 breyttust viðhorfin. Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 sem samþykkt voru 16. júní 2010 eiga sér fáar hliðstæður í heiminum og munu þau væntanlega hafa áhrif á lýðræðisþróun og aðferðafræði við mótun stjórnarskráa. Samkvæmt lögunum er sérstöku stjórnlagaþingi ætlað það mikilvæga hlutverk að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland og leggja fyrir Alþingi til samþykktar. Í þessu skyni var á grundvelli laganna efnt til 1000 manna þjóðfundar í upphafi þessa mánaðar þar sem fulltrúar allrar þjóðfélagshópa hvaðanæva af landinu komu sér saman um helstu gildi og grunnþætti sem ný stjórnarskrá ætti að byggja á. Þjóðfundurinn heppnaðist afar vel og sú uppbyggjandi samstaða sem þar sveif yfir vötnum vekur góðar vonir um framhaldið. Næsta skref í þessu lýðræðislega ferli er að velja fulltrúa á stjórnlagaþingið sem standa mun í 2-4 mánuði fyrri hluta árs 2011 og mun því ljúka störfum í tæka tíð fyrir 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 2011. Niðurstöðurnar munu síðan fara til Alþingis til afgreiðslu í samræmi við ákvæði gildandi stjórnarskrár. Líklegt er þó að ákveðið verði að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um endurskoðaða stjórnaskrá áður en hún gengur í gildi. Val fulltrúa á stjórnlagaþingið sætir einnig tíðindum í lýðræðisþróun á Íslandi enda verða þeir kjörnir beinni kosningu með persónukjöri meðal allra landsmanna. Með kosningunum er gerð tilraun með nýtt kosningafyrirkomulag þar sem atkvæði kjósenda nýtast mun betur en í hefðbundnum listakosningum og möguleikar kjósenda til að kjósa einstaklinga í stað flokka verður að veruleika. Kosningaþátttakan og hvernig til tekst getur því varðað miklu um þróun kosningafyrirkomulags og lýðræðis á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að færa þeim einstaklingum miklar þakkir sem lagt hafa þessu mikilvæga samfélagsverkefni lið, ekki síst þátttakendum þjóðfundarins og þeim fjölmenna hópi frambjóðenda sem gefið hafa kost á sér til setu á stjórnlagaþingið. Þjóðfundurinn og kosningabaráttan hefur þegar hrundið af stað mikilli umræðu um allt þjóðfélagið um grundvöll þess samfélags sem við viljum byggja og ég er sannfærð um að við munum uppskera vandaða stjórnarskrá - umgjörð um betra samfélag á Íslandi. Í komandi kosningum á laugardaginn getur öll íslenska þjóðin lagt sitt af mörkum til þess mikilvæga verkefnis. Ég hvet alla til að nýta sér þann rétt.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar