Þrískipting valdsins – núverandi flækjustig Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:03 Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins"
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun