Þrískipting valdsins – núverandi flækjustig Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:03 Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þrískipting valdsins er hugtak sem kveður á um að yfirvöldum landsins skuli vera skipt í þrjá hluta sem eru löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta. Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi. Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi. Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir. Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum". Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna. Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins"
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar