Aukapokinn er aðalpokinn Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 25. nóvember 2010 20:59 Á nýútkominni jólaplötu syngur Sigurður Guðmundsson aðventukvæði eftir Braga Valdimar Skúlason sem hefst svona: „Á fyrsta sunnudegi aðventunnar ég ek til kaupmannsins í einum rykk. Því þó að fjárhirslunar gerist grunnar ég geri vel við mig í mat og drykk." Í aðdraganda aðventu og jóla viljum við geta fyllt innkaupapoka af allskyns gúmmelaði. Í pokana okkar rata jafnvel hlutir sem við neitum okkur alla jafna um, en af því að jólin nálgast gerum við betur við okkur. Erum við til í að leyfa öðrum að njóta með okkur og leggja þeim lið sem hafa ekki tök á því að kaupa inn fyrir jólin vegna þess að þau eiga ekki fyrir mat? Í verslunarferðum aðventu og jóla gefst nú kostur á að setja í nauðsynjar og matvöru í Aukapoka til að gefa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Um leið og við tínum í okkar eigin poka, getum við sett í Aukapokann handa náunga okkar. Aukapokanum komum við síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar. Búðirnar Kostur, Krónan, Nettó, Bónus og Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Reykjanesbæ taka þátt í þessu hjálparstarfsátaki. Þar eru körfur og stampar til að setja aukapokana í. Hjálparstarfið sækir þá svo og kemur til þeirra sem þurfa. Aukapokinn þinn er aðalpoki þeirra sem hafa lítið milli handanna þessi jól. Aukapokinn er tækifæri fyrir hvert og eitt okkar að deila með öðrum því sem við viljum og getum, eftir okkar eigin efnum og aðstæðum. Kaup- og gjafmildi tilheyra þessum tíma árs. Með því að leyfa öðrum að njóta hans með okkur, vekjum við von og sýnum kærleika í verki. Þannig getur þessi dimmi tími verið gefandi og styrkjandi fyrir okkur öll. Gerum vel við okkur fyrir jólin og gerum vel við náungann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Á nýútkominni jólaplötu syngur Sigurður Guðmundsson aðventukvæði eftir Braga Valdimar Skúlason sem hefst svona: „Á fyrsta sunnudegi aðventunnar ég ek til kaupmannsins í einum rykk. Því þó að fjárhirslunar gerist grunnar ég geri vel við mig í mat og drykk." Í aðdraganda aðventu og jóla viljum við geta fyllt innkaupapoka af allskyns gúmmelaði. Í pokana okkar rata jafnvel hlutir sem við neitum okkur alla jafna um, en af því að jólin nálgast gerum við betur við okkur. Erum við til í að leyfa öðrum að njóta með okkur og leggja þeim lið sem hafa ekki tök á því að kaupa inn fyrir jólin vegna þess að þau eiga ekki fyrir mat? Í verslunarferðum aðventu og jóla gefst nú kostur á að setja í nauðsynjar og matvöru í Aukapoka til að gefa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Um leið og við tínum í okkar eigin poka, getum við sett í Aukapokann handa náunga okkar. Aukapokanum komum við síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar. Búðirnar Kostur, Krónan, Nettó, Bónus og Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Reykjanesbæ taka þátt í þessu hjálparstarfsátaki. Þar eru körfur og stampar til að setja aukapokana í. Hjálparstarfið sækir þá svo og kemur til þeirra sem þurfa. Aukapokinn þinn er aðalpoki þeirra sem hafa lítið milli handanna þessi jól. Aukapokinn er tækifæri fyrir hvert og eitt okkar að deila með öðrum því sem við viljum og getum, eftir okkar eigin efnum og aðstæðum. Kaup- og gjafmildi tilheyra þessum tíma árs. Með því að leyfa öðrum að njóta hans með okkur, vekjum við von og sýnum kærleika í verki. Þannig getur þessi dimmi tími verið gefandi og styrkjandi fyrir okkur öll. Gerum vel við okkur fyrir jólin og gerum vel við náungann.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar