Er markmið bæjarstjórnar Seltjarnarness að hrekja barnafjölskyldur burt? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 12. janúar 2010 15:50 Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun