Erlent

Lík Moats krufið á nýjan leik

Óli Tynes skrifar
Raoul Moat.
Raoul Moat.

Sky fréttastofan kveðst hafa heimildir fyrir því að lík morðingjans Raoul Moat verði krufið á nýjan leik.

Sky segir að það verði gert að ósk fjölskyldu hans, sem telji að sár hans séu ekki í samræmi við það sem búast hefði mátt við ef hann hefði sjálfur skotið sig í höfuðið með haglabyssu.

Raoul Moat skaut og myrti nýjan kærasta fyrrverandi unnustu sinnar og særði hana sjálfa með haglabyssunni.

Daginn eftir skaut hann lögregluþjón í andlitið og missti sá sjón á báðum augum. Eftir átta daga leit umkringdi lögreglan Moat. Og eftir sex klukkustunda samningaviðræður skaut hann sjálfan sig í höfuðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×