Erlent

Sjö látnir eftir skartgriparán

Mynd/AP
Sjö létu þegar að skotbardagi braust út í miðborg Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag þegar þrjár skartgripaverslanir voru rændar. Meðal hinna látnu eru þrír starfsmenn verslananna og tveir lögreglumenn. Nokkrir almennir borgarar særðust. Nokkrir ræningjanna komust undan og leitar lögregla nú þeirra.

Í maí létu 14 lífið í þegar byssumenn rændu nokkrar skartgripaverslanir í Bagdad. Fullvíst er talið að hryðjuverkasamtök standi á bak við ránin til að fjármagna starfsemi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×