Erlent

Blair: Brown var óþolandi

Tony Blair.
Tony Blair. MYND/Getty

Ævisaga Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta kemur út í dag og í henni vandar hann eftirmanni sínum í Downing stræti ekki kveðjurnar.

Í bókinni lítur Blair yfir farinn veg og segir meðal annars að Gordon Brown, sem var lengi fjármálaráðherra í ráðuneyti Blairs og síðan eftirmaður hans í sæti forsætisráðherra, hafi verið algjörlega óþolandi á köflum. Hann hafi því verið sannfærður um að Brown yrði hræðilegur forsætisráðherra, eins og margir vilja meina að hafi nú verið raunin, ekki síst margir Íslendingar.

Blair segir að þrátt fyrir galla sína hafi Brown þó einnig sýnt styrk, hæfni og snilldartakta, og að hann hafi ávallt dáðst að þeim persónuleikaeinkennum í fari Browns. Þá lýkur hann palladómi sínum um Brown með því að segja að þegar hann líti til baka yfir feril Browns í embætti sé auðvelt að segja að hann hefði átt að koma í veg fyrir að Brown fengi stólinn.

Í ævisögunni, sem heitir A Journey, eða Ferðalag, greinir Blair líka frá því að hann hafi ánetjast áfengi þegar hann gegndi þessu valdamesta embætti Bretlandseyja.

Þegar viðkemur stríðinu í Írak segist Blair afskaplega hryggur yfir þeim sem fórust í stríðinu en fullyrðir þó að það hefði verið mun áhættusamara að leyfa Saddam Hussein forseta landsins að halda áfram um stjórnartaumana. Því sér hann alls ekki eftir þeirri ákvörðun að fara út í stríðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×