Erlent

Grunaður hryðjuverkamaður reyndist kossakrimmi

Haisong Jiang er bara feginn að eiga kærustu.
Haisong Jiang er bara feginn að eiga kærustu.

Lögreglan í New York hafði loks hendur í hári kossakrimma sem fór inn fyrir öryggisvæði án leyfi á flugvelli í Newark í Bandaríkjunum. Lögreglan þar í borg leitaði að manninum af mikilli ákefð og fann loksins.

Í ljós kom að kossakrimminn var 28 ára gamall lífeðlisfræðinemi í Rutgers háskólanum. Hann heitir Haisong Jiang. Haisong var að fylgja kærustunni sinni og tölfræðingnum Qianqun í flugvél á vellinum þegar gekk með henni inn á öryggisvæðið án þess að vera stöðvaður. Þar kyssti hann kærustuna sína bless og kvaddi svo.

Þegar lögregluyfirvöld uppgötuðu að Haisong komst inn á öryggissvæðið án leyfis var öllum flugvellinum lokað og rannsókn hófst strax á atvikinu. Lögreglan hafði að lokum upp á Haisong með því að rekja bílanúmerplötu sem náðist á öryggismyndavél fyrir utan flugstöðina.

Fullvopnuð sérsveit var send heim til hans en gripu í tómt. Þar var enginn nema skólabróðir og meðleigjandi Haisong en sjálfur var hann í líkamsræktinni. Hann skilaði sér strax heim þegar lögreglan hafði svo samband við hann.

Haisong var handtekinn og þegar lögreglan hafði fullvissað sig um að hann hefði engin tengsl við hryðjuverkasamtök var honum sleppt. Hann er hinsvegar ákærður fyrir að fara inn á öryggisvæðið.

Meðleigjandi Haisong sagði í viðtali við New York Post að Haisong væri bara hamingjusamur yfir því að eiga raunverulega kærustu. Hún er aftur á móti í miklu uppnámi vegna málsins en verður hjá honum tveimur dögum lengur til þess að veita honum stuðning í þessu alvarlega máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×