Erlent

Yfir 30 slösuðust um borð í Boeing

Yfir 30 manns slösuðust þegar Boeing 777 vél frá United Airlines lenti í mikilli ókyrrð yfir Kansas í Bandaríkjunum í nótt, þegar vélin var á leið frá Wasington til Los Angeles.

Eftir atvikið nauðlentu flugmennirnir vélinni í Denver, og tókst það vel. Þar var fólkið flutt á sjukrahús, en engin mun vera lífshættulega slasaður.

255 farþegar og tíu manna áhöfn voru í vélinni, þegar ósköpin dundu yfir. Vélin verður skoðuð nákvæmlega áður en hún verður aftur notuð til farþegaflugs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×