Breytt veðurfar – breytt mannlíf María Hildur Maack skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.-10. nóvember „Climate adaptation, science, practice, policy") þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Dæmi um breytingar sem eru komnar fram á Norðurlöndum eru hlýrri vetur, tíðari hitabylgjur að sumarlagi, hækkandi sjávarborð og vaxandi hætta á sjávarflóðum sem náð geta til íbúðarbyggða. Ný meindýr breiðast hratt út í skógum Norðurlanda á sama tíma og fisk- og fuglategundir flytja sig norðar. Í Svíþjóð vex viður hraðar en fyrr, en greinar þvælast meira í raflínum og brautarteinum svo að árleg grisjun er orðin nauðsynleg. Vegir og stíflur hafa gefið sig í vatnavöxtum og í Danmörku liggja sögulegar byggingar undir rakaskemmdum. Segja má að sumum náttúrufarsbreytingum hafi verið tekið fagnandi á meðan aðrar vekja ugg vegna kostnaðar og skaðabótakrafna. Hér á landi hefur til að mynda verið bent á ný tækifæri sem opnast við hlýnun, en jafnframt þarf að gæta að heildaráhrifunum. Talsverð óvissa ríkir um umfang og tímasetningu breytinga sem tengjast hlýnun af mannavöldum. Hvort sjávarstaðan verði 0,8 eða 1 metra hærri eftir 50 eða 100 ár er ekki fyrirséð, en tilhneigingin er öll í sömu átt. Á Norðurlöndum hafa breytingar orðið hraðari en búist var við, einkum á hánorðurslóðum. Þar sem slíkar breytingar snerta marga kima samfélagsins hafa vísindamenn tekið höndum saman til þess að ná eyrum tryggingarfélaga, sveitar- og ríkisstjórna og hvetja til viðbúnaðar, enda sýna rannsóknir að mikið er í húfi. Orku- og vatnsveitur, vegi og hafnarmannvirki þarf að hanna og reka miðað við breyttar aðstæður. Skipulag byggðar, vegaáætlanir, fráveitur og byggingariðnað þarf að laga að hækkandi sjávarstöðu og breyttri úrkomudreifingu. Þjónusta við aldraða hefur einnig þurft að taka tillit til hitabylgja og koma í veg fyrir ofþornun. Á öllum Norðurlöndunum hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um aðlögum að loftslagsbreytingum og brátt fer af stað norrænt samstarf um rannsóknir á þessu sviðstyrkt af Norrænu ráðherranefndinni (TFI, sjá http://www.toppforskningsinitiativet.org). Upplýsingum verður m.a. komið á framfæri um haldgóð ráð handa almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Mælt er með því að nýbyggingar á ákveðnum svæðum verði vatnsþéttar upp fyrir kjallara, eða settar á stultur í námunda við vötn og sjávarstrendur, brýr verða sums staðar hækkaðar og raflínur hafðar sterkari og frekar settar í jörð en áður. Fram kom að þar sem aðlögunaraðgerðir hafa hafist hefur áhugi á bakgrunnsþekkingu aukist. Þessi áhersla á aðlögun breytir ekki mikilvægi þess að draga úr útblæstri og að vernda fjölbreytileika, en fyrirbyggjandi aðgerðir duga ekki einar, einnig þarf vel ígrundaðan viðbúnað. Um 1990 voru komnar fram spár um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Niðurstöður mælinga og hermun með líkönum hafa síðan stutt þessar spár. Reynt hefur verið að stemma stigu við hnattrænni hlýnun á alþjóðavettvangi (Kyoto 1997, 2005, Kaupmannahöfn 2009) og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Beitt var hagfræðilegum rökum (Stern review 2006) því dýrara er laga fyrirsjáanlegan skaða en að koma í veg fyrir hann. Þar sem áhrifa er þegar farið að gæta eru þjóðir farnar að búast til varnar, þeirra á meðal Norðurlöndin og Evrópusambandið (White paper on adaptation, 2010) með stefnumótun um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hér á landi er að vænta hlýnunar, meiri úrkomu, hærri sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Einnig geta komið fram ýmsar ófyrirséðar breytingar. Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Segja má að Íslendingar hafi alla tíð lifað við yfirvofandi náttúruhamfarir, og eru almannavarnir og hjálparsveitir ætíð í viðbragðsstöðu gagnvart jarðskjálftum, eldgosum, aftakaveðri og flóðum. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem fyrr var nefnd, var bent á að best hefði farið á samstarfi við heimamenn á viðkvæmum svæðum. Óvitlaust er að líta í eigin barm og búa sig undir að greina hina fjölbreyttu hagsmuni sem gætu rekist á ef taka á heildstætt á málum. Hér er enn eitt tilefnið til þess að standa saman, samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í þann mund sem íslensk stjórnvöld eru að gefa út aðgerðaráætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda var haldin ráðstefna í Stokkhólmi (8.-10. nóvember „Climate adaptation, science, practice, policy") þar sem rætt var um viðbrögð við breytingum af völdum hnattrænnar hlýnunar. Dæmi um breytingar sem eru komnar fram á Norðurlöndum eru hlýrri vetur, tíðari hitabylgjur að sumarlagi, hækkandi sjávarborð og vaxandi hætta á sjávarflóðum sem náð geta til íbúðarbyggða. Ný meindýr breiðast hratt út í skógum Norðurlanda á sama tíma og fisk- og fuglategundir flytja sig norðar. Í Svíþjóð vex viður hraðar en fyrr, en greinar þvælast meira í raflínum og brautarteinum svo að árleg grisjun er orðin nauðsynleg. Vegir og stíflur hafa gefið sig í vatnavöxtum og í Danmörku liggja sögulegar byggingar undir rakaskemmdum. Segja má að sumum náttúrufarsbreytingum hafi verið tekið fagnandi á meðan aðrar vekja ugg vegna kostnaðar og skaðabótakrafna. Hér á landi hefur til að mynda verið bent á ný tækifæri sem opnast við hlýnun, en jafnframt þarf að gæta að heildaráhrifunum. Talsverð óvissa ríkir um umfang og tímasetningu breytinga sem tengjast hlýnun af mannavöldum. Hvort sjávarstaðan verði 0,8 eða 1 metra hærri eftir 50 eða 100 ár er ekki fyrirséð, en tilhneigingin er öll í sömu átt. Á Norðurlöndum hafa breytingar orðið hraðari en búist var við, einkum á hánorðurslóðum. Þar sem slíkar breytingar snerta marga kima samfélagsins hafa vísindamenn tekið höndum saman til þess að ná eyrum tryggingarfélaga, sveitar- og ríkisstjórna og hvetja til viðbúnaðar, enda sýna rannsóknir að mikið er í húfi. Orku- og vatnsveitur, vegi og hafnarmannvirki þarf að hanna og reka miðað við breyttar aðstæður. Skipulag byggðar, vegaáætlanir, fráveitur og byggingariðnað þarf að laga að hækkandi sjávarstöðu og breyttri úrkomudreifingu. Þjónusta við aldraða hefur einnig þurft að taka tillit til hitabylgja og koma í veg fyrir ofþornun. Á öllum Norðurlöndunum hafa verið teknar saman ýmsar upplýsingar um aðlögum að loftslagsbreytingum og brátt fer af stað norrænt samstarf um rannsóknir á þessu sviðstyrkt af Norrænu ráðherranefndinni (TFI, sjá http://www.toppforskningsinitiativet.org). Upplýsingum verður m.a. komið á framfæri um haldgóð ráð handa almenningi, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Mælt er með því að nýbyggingar á ákveðnum svæðum verði vatnsþéttar upp fyrir kjallara, eða settar á stultur í námunda við vötn og sjávarstrendur, brýr verða sums staðar hækkaðar og raflínur hafðar sterkari og frekar settar í jörð en áður. Fram kom að þar sem aðlögunaraðgerðir hafa hafist hefur áhugi á bakgrunnsþekkingu aukist. Þessi áhersla á aðlögun breytir ekki mikilvægi þess að draga úr útblæstri og að vernda fjölbreytileika, en fyrirbyggjandi aðgerðir duga ekki einar, einnig þarf vel ígrundaðan viðbúnað. Um 1990 voru komnar fram spár um afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Niðurstöður mælinga og hermun með líkönum hafa síðan stutt þessar spár. Reynt hefur verið að stemma stigu við hnattrænni hlýnun á alþjóðavettvangi (Kyoto 1997, 2005, Kaupmannahöfn 2009) og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Beitt var hagfræðilegum rökum (Stern review 2006) því dýrara er laga fyrirsjáanlegan skaða en að koma í veg fyrir hann. Þar sem áhrifa er þegar farið að gæta eru þjóðir farnar að búast til varnar, þeirra á meðal Norðurlöndin og Evrópusambandið (White paper on adaptation, 2010) með stefnumótun um aðlögun að loftslagsbreytingum. Hér á landi er að vænta hlýnunar, meiri úrkomu, hærri sjávarstöðu og bráðnunar jökla. Einnig geta komið fram ýmsar ófyrirséðar breytingar. Súrnun sjávar og breytingar á straumum umhverfis landið eru með stærri óvissuþáttum. Segja má að Íslendingar hafi alla tíð lifað við yfirvofandi náttúruhamfarir, og eru almannavarnir og hjálparsveitir ætíð í viðbragðsstöðu gagnvart jarðskjálftum, eldgosum, aftakaveðri og flóðum. Á ráðstefnunni í Stokkhólmi, sem fyrr var nefnd, var bent á að best hefði farið á samstarfi við heimamenn á viðkvæmum svæðum. Óvitlaust er að líta í eigin barm og búa sig undir að greina hina fjölbreyttu hagsmuni sem gætu rekist á ef taka á heildstætt á málum. Hér er enn eitt tilefnið til þess að standa saman, samfélaginu öllu til heilla.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar