Hvetur Tyrki til að virða trúfrelsið 25. október 2010 01:30 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fylgist með Christian Wulff flytja boðskap sinn.nordicphotos/AFP „Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christian Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrstur þýskra forseta. Hann sagðist ætlast til þess af tyrkneskum stjórnvöldum að kristnir menn fái þar sömu réttindi og múslimar. Þeir megi iðka trú sína fyrir opnum tjöldum, reisa þar kirkjur og mennta presta, rétt eins og múslimar fá að reisa moskur og mennta trúarleiðtoga í Þýskalandi. „Við verðum að gera trúarminnihlutum kleift að iðka trú sína,“ sagði Wulff á tyrkneska þinginu. Óvenju fámennt var reyndar í þingsalnum, og hafa sumir túlkað það sem andstöðu sumra þingmanna við boðskap þýska forsetans, sem hafði fyrirfram dreift meginpunktum ræðunnar til þingmanna. Tengsl Tyrklands og Þýskalands eru mikil, ekki síst vegna þess hve margir aðfluttir Tyrkir og afkomendur þeirra búa í Þýskalandi. Í ræðu sinni tók Wulff sérstaklega fram að Þjóðverjar hafi mikinn áhuga á að Tyrkland tengist Evrópusambandinu nánum böndum, en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi átt í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. „Trúfrelsið er partur af þeim skilningi okkar að Evrópa sé samfélag um siðferðileg verðmæti,“ sagði Wulff. Fyrir fáeinum vikum hafði Wulff reyndar haft sams konar boðskap fram að færa í heimalandi sínu, Þýskalandi, en þá með öfugum formerkjum: „Kristni á heima í Þýskalandi. Gyðingdómur á heima í Þýskalandi,“ sagði hann 3. október í ræðu í Bremen í tilefni af því að tveir áratugir voru liðnir frá því Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust í eitt ríki. „En nú er svo komið að íslamstrú á einnig heima í Þýskalandi,“ sagði hann og hvatti Þjóðverja til að taka múslimum og innflytjendum almennt opnum örmum. Jafnframt hvatti hann innflytjendur til að laga sig að þýsku samfélagi. Miklar og heitar umræður hafa verið í Þýskalandi undanfarnar vikur um innflytjendur í landinu og aðlögun þeirra að þýsku samfélagi. Meðal annars sagði Angela Merkel kanslari í ræðu þann 15. október að tilraunin með fjölmenningarsamfélag í Þýskalandi hafi algerlega mistekist. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
„Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christian Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrstur þýskra forseta. Hann sagðist ætlast til þess af tyrkneskum stjórnvöldum að kristnir menn fái þar sömu réttindi og múslimar. Þeir megi iðka trú sína fyrir opnum tjöldum, reisa þar kirkjur og mennta presta, rétt eins og múslimar fá að reisa moskur og mennta trúarleiðtoga í Þýskalandi. „Við verðum að gera trúarminnihlutum kleift að iðka trú sína,“ sagði Wulff á tyrkneska þinginu. Óvenju fámennt var reyndar í þingsalnum, og hafa sumir túlkað það sem andstöðu sumra þingmanna við boðskap þýska forsetans, sem hafði fyrirfram dreift meginpunktum ræðunnar til þingmanna. Tengsl Tyrklands og Þýskalands eru mikil, ekki síst vegna þess hve margir aðfluttir Tyrkir og afkomendur þeirra búa í Þýskalandi. Í ræðu sinni tók Wulff sérstaklega fram að Þjóðverjar hafi mikinn áhuga á að Tyrkland tengist Evrópusambandinu nánum böndum, en tyrknesk stjórnvöld hafa lengi átt í samningaviðræðum um aðild að Evrópusambandinu. „Trúfrelsið er partur af þeim skilningi okkar að Evrópa sé samfélag um siðferðileg verðmæti,“ sagði Wulff. Fyrir fáeinum vikum hafði Wulff reyndar haft sams konar boðskap fram að færa í heimalandi sínu, Þýskalandi, en þá með öfugum formerkjum: „Kristni á heima í Þýskalandi. Gyðingdómur á heima í Þýskalandi,“ sagði hann 3. október í ræðu í Bremen í tilefni af því að tveir áratugir voru liðnir frá því Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust í eitt ríki. „En nú er svo komið að íslamstrú á einnig heima í Þýskalandi,“ sagði hann og hvatti Þjóðverja til að taka múslimum og innflytjendum almennt opnum örmum. Jafnframt hvatti hann innflytjendur til að laga sig að þýsku samfélagi. Miklar og heitar umræður hafa verið í Þýskalandi undanfarnar vikur um innflytjendur í landinu og aðlögun þeirra að þýsku samfélagi. Meðal annars sagði Angela Merkel kanslari í ræðu þann 15. október að tilraunin með fjölmenningarsamfélag í Þýskalandi hafi algerlega mistekist. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira