Erlent

Hundruð fylgdu höfrungi til grafar

Óli Tynes skrifar
Moko borinn til grafar.
Moko borinn til grafar.

Undanfarin þrjú ár hefur höfrungurinn Moko skemmt og hrellt baðstrandargesti í strandbænum Gisborne á austurströnd Nýja-Sjálands.

Hann synti innan um fólkið og ærslaðist því til ánægju. Hann átti hinsvegar líka til að fella fólk sem var á sjóskíðum eða brimbrettum og ýta brimbrettafólki á undan sér langt út á sjó.

Moko var einnig gjarn á að stela boltum og brimbrettum. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2008 þegar hann lóðsaði tvo dverg-búrhvali sem höfðu synt í strand út á haf aftur.

Moko drapst í síðustu viku og hræið af honum fannst á ströndinni á smáeyjunni Matakana.

Þar var hann jarðsettur í dag í blárri kistu. Hundruð tárvotra aðdáenda mættu í útförina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×