Sjálfstæði þjóðkirkjunnar fer vaxandi 12. nóvember 2010 06:00 Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæði þjóðkirkjunnar hefur farið vaxandi síðasta hálfan annan áratug, sem sést á ýmsan hátt í starfi kirkjunnar og stjórnun hennar. Það er einna skýrast í stöðu kirkjuþings gagnvart stofnunum ríkisins. Stærsta skref í átt til aukins sjálfstæðis var án efa rammalöggjöf Alþingis um stöðu og starfshætti hennar árið 1998. Með þeim lögum minnkuðu afskipti Alþingis til muna og hefur það reynst farsælt fyrir ríki, kirkju og þjóð. Haldið hefur verið áfram á þessari braut og hafa seinni breytingar leitt til enn aukins sjálfstæðis þjóðkirkjunnar. Einnig hafa verið lögfestir samningar milli ríkis og kirkju sem byggja á eignum og réttindum. Kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, en í miklum tengslum við þjóðina. Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum kirkjunnar. Það er að meirihluta skipað leikmönnum úr kirkjulegu starfi. Vægi þess hefur aukist mikið síðustu ár. Þingið hefst 13. nóvember og þar koma saman 29 kjörnir fulltrúar úr níu kjördæmum til að taka mikilvægar ákvarðanir um starf og starfshætti, fjármál og eignamál og um stefnumörkun fyrir kirkjuna og þjónustu hennar. Þingið á sér fyrirmynd í löggjafarsamkomu landsins og hefur vald til að setja allri starfsemi kirkjunnar starfsreglur. Það hefur endanlegt áhrifavald með samþykktum sínum. Þegar þingið ræður málum til lykta, sem ekki eru ákvörðuð með starfsreglum, er það oftast með þingsályktunum eða öðrum samþykktum. Yfirleitt felur kirkjuþing kirkjuráði að framkvæma það sem felst í þingsályktunum en einnig getur þingið ákveðið að skipa nefnd eða starfshóp til að annast ákveðin mál. Dæmi um þetta má sjá í skipan þjóðmálanefndar kirkjunnar, sem heyrir beint undir kirkjuþing og er ráðgefandi nefnd. Annað dæmi er væntanleg rannsóknarnefnd um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur fyrrverandi biskupi Íslands. Slíkar nefndir eru eins óháðar kirkjustjórninni og hugsast getur og felst í þessari skipan að þær skila niðurstöðu sinni eða áliti til kirkjuþings en ekki til stjórnar þjóðkirkjunnar, þ.e. kirkjuráðs, eða biskups Íslands. Þessi dæmi sýna að kirkjan leitast við að festa sjálfstæði sitt í sessi með því að ráða málum til lykta með lýðræðislegum og skipulögðum starfsháttum sínum í samræmi við lög og reglu í landinu. Starfsreglum kirkjuþings er best lýst með því að þær hafa gildi fyrir alla sem starfa innan kirkjunnar. Stofnunum kirkjunnar, embættum og starfsfólki er því skylt að fara eftir þeim. Vegna þess að ákvörðunarvald kirkjuþings er afgerandi er nauðsynlegt að kirkjuþingsmál hljóti ákveðna þinglega meðferð og ítarlega umræðu. Málum er ráðið þannig til lykta að þau fara oftast í gegnum fyrri umræðu og þarf þingið að samþykkja hvort þau fari til nefndar og síðari umræðu. Þingið starfar því annars vegar á þingfundum og hins vegar í þremur nefndum, allsherjarnefnd, löggjafarnefnd og fjárhagsnefnd. Viðkomandi nefnd leggur málið síðan fram með breytingum til seinni umræðu og þar með hlýtur það afgreiðslu ef það er ekki fellt eða dregið til baka. Nokkur mikilvæg mál liggja fyrir kirkjuþingi 2010, sem hefst á laugardag. Fyrsta málið er lagt fram af forsætisnefnd, sem eingöngu er skipuð leikmönnum. Það varðar rannsóknarnefndina, sem áður er getið, og er það án efa bæði tímamótaverk og mikið réttlætismál. Meðal annarra mikilvægra mála er frumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum sem gengur enn lengra í átt til sjálfstæðis kirkjunnar. Einnig mál er varðar heildarstefnu í grunnþjónustu kirkjunnar um allt land og aukið samstarf. Fjöldi mála snýst um breytingar á fyrri starfsreglum og stefnumörkun kirkjunnar, s.s. í jafnréttismálum og meðferð kynferðisbrota, innri samþykktum kirkjunnar, skipulagi prófastsdæma og samstarfssvæða. Að þessu sinni eru óvenju mörg mál á málaskrá en auk þess má búast við krefjandi vinnu í þeim málum sem lúta að niðurskurði í samræmi við kröfur ríkisvaldsins og erfiðar aðstæður í peningamálum þjóðarinnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun