Erlent

Roman Polanski frjáls ferða sinna

Óli Tynes skrifar
Roman Polanski.
Roman Polanski.

Svissneskur dómstóll hefur synjað kröfu Bandaríkjanna um að fá leikstjórann Roman Polanski framseldan.

Polanski er því frjáls ferða sinna og mun væntanlega snúa aftur til Frakklands til fjölskyldu sinnar.

Polanski var eftirlýstur fyrir að nauðga þrettán ára telpu í Bandaríkjunum árið 1977. Hann játaði verknaðinn en flúði land áður en dómur var kveðinn upp.

Síðan hefur hann búið í Frakklandi þar sem hann hefur ríkisborgararétt. Hann var handtekinn í Sviss í september síðastliðnum þegar hann var að koma þangað á kvikmyndahátíð.

Í fyrstu var hann geymdur í fangelsi, en hefur síðustu mánuðina fengið að búa í skíðaskála sem hann á í Sviss.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×