Þrýstingur að utan um aukið eigið fé ÍLS 9. júlí 2010 08:00 Vanskil hafa aukist, 7% lána Íbúðalánasjóðs eru í frystingu og Íbúðalánasjóður hefur þurft að leysa til sín um 750 íbúðir. Þótt sjóðurinn eigi fyrir skuldbindingum sínum og sé með fullri ríkisábyrgð þrýsta erlendir aðilar á um að ríkið bindi aukið fé í sjóðnum. Slík aðgerð er talin auka trúverðugleika endurreisnar íslensks efnahagslífs.FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur fréttablaðið/pjetur Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira
Á stjórnarfundi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) sem stóð fram á kvöld í gær lá fyrir að fjalla um skýrslu um stöðu sjóðsins sem skila á til Fjármálaeftirlitsins á mánudag. Jafnframt vinnur hópur undir forystu Bolla Bollasonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, að gerð tillagna til félagsmálaráðherra um eiginfjárhlutfall sjóðsins. Bolli hefur greint frá því í Fréttablaðinu að hann telji óhjákvæmilegt að ríkið leggi sjóðnum til að minnsta kosti tíu en jafnvel allt að tuttugu milljarða króna næstu fjögur ár. Formlegar tillögur liggja þó ekki fyrir. Í svari Ástu H. Bragadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær segir hún að í sjálfu sér sé ekkert sem segi að nauðsynlegt sé að leggja sjóðnum til fé nú. „Það byggir á ákvörðunum um hvort breyta eigi langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall sem sett er í reglugerð um fjárhag og áhættustýringu Íbúðalánasjóðs," segir þar. Eigið fé Íbúðalánasjóðs var um 10 milljarðar króna um síðustu áramót, eiginfjárhlutfallið var komið niður í 3% og hafði rýrnað úr 4,6% á árinu 2009. Samkvæmt reglugerð sem sjóðurinn starfar eftir ber honum að stefna að 5% eiginfjárhlutfalli til langs tíma litið. Íbúðalánasjóður er rekinn á ábyrgð ríkisins. Sú ábyrgð gildir jafnt hvort sem eiginfjárhlutfallið er 3% eða 5%. Sjóðurinn þarf að reiða fram 62 milljarða króna til að standa undir fjármögnunarþörf sinni á þessu ári og verður ekki í vandræðum með þær greiðslur, að sögn Ástu. Vegna efnahagsástandsins hafa vanskil viðskiptavina sjóðsins aukist mikið. Þau tvöfölduðust á árinu 2009. Sjóðurinn á einnig um tíu milljarða króna útistandandi og óuppgerða hjá föllnu bönkunum. Óvíst er hvort það fé skilar sér. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rekur þrýstingur frá erlendum matsfyrirtækjum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mest á eftir því að ríkið leggi fram aukið fé til Íbúðalánasjóðs. Mál sjóðsins eru einnig til umfjöllunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA en dregið er í efa að núverandi skipan mála sé í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með því að bregðast við gagnrýni og leggja aukið fé inn í Íbúðalánasjóð verði matsfyrirtækjum, AGS og ESA sýnt fram á að ríkið hafi burði til að standa við bak sjóðsins og að við uppbyggingu fjármagnsmarkaðar verði fylgt sömu hugmyndum og í helstu viðskiptalöndum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira