Erlent

Bretar harma hjartardráp

Óli Tynes skrifar
The Emperor of Exmoor var tíguleg skepna.
The Emperor of Exmoor var tíguleg skepna.

Bretar eru ævareiðir yfir því að búið er að skjóta stærsta og frægasta hjartardýr landsins. Hjörturinn var kallaður The Emperor of Exmoor og náttúruunnendur höfðu fylgst með honum í mörg ár enda tíguleg skepna.

Sky fréttastofan segir að svo virðist sem dýrið hafi verið skotið á fullkomlega löglegan hátt. Veiðimaður hafi greitt landeiganda fyrir að fá að að granda því. Veiðimaðurinn virðist hafa haft mestan áhuga á haus hjartarins með hinum glæsilegu hornum.

Landvörður á svæðinu sagðist vera sérlega reiður yfir því að Keisarinn hefði verið skotinn á fengitímanum. Hugsanlega áður en hann hefði gegnt hjörð sinni sem skyldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×