Erlent

Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar

Lögreglan að störfum í miðborg Gautaborgar í dag.
Lögreglan að störfum í miðborg Gautaborgar í dag. Mynd/AFP
Tveir menn voru handteknir í Gautaborg í dag, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í miðborginni í dag. Lögreglan fer væntanlega fram á gæsluvarðhald yfir þeim, samkvæmt sænskum fjölmiðlum.

Fjölmargir hafa verið handteknir grunaðir um aðild að málinu en þeim hefur flestum verið sleppt.

Seinni partinn í gær sagði lögreglan frá því að upplýsingar hefðu borist um sprengjuáform í borginni frá áreiðanlegum heimildum. Mikill viðbúnaður hefur verið í borginni í dag en talið er að skotmarkið hafi átt að vera verslunarmiðstöð. Lögreglan tekur hótunina alvarlega er talin hætta á að sprengja verði sprengd í miðborginni um helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×