Lífið

Nektarmyndatökurnar heppnuðust vel

strandaglópur? Óvíst er hvort Søren kemst heim á sunnudag eins og hann ætlaði sér.
fréttablaðið/stefán
strandaglópur? Óvíst er hvort Søren kemst heim á sunnudag eins og hann ætlaði sér. fréttablaðið/stefán

„Verkefnið gengur mjög vel. Þetta er búin að vera frábær upplifun. Allir hafa verið vinalegir og opnir og til í verkefnið,“ segir danski ljósmyndarinn Søren Rønholt.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku þá vinnur Søren að bók um konur á Norðurlöndunum. Hann kom til landsins til að taka myndir af tíu íslenskum konum, nöktum á heimilum sínum. Þegar Fréttablaðið náði í Søren var hann búinn að mynda átta konur. Hann var mjög ánægður með hjálpina sem hann hefur fengið við verkefnið hér á landi – en skyldu fyrirsæturnar hafa verið feimnar?

„Allir eru feimnir, ég er feiminn og konurnar eru feimnar,“ segir Søren. „Það þarf alltaf brjóta niður múra í samskiptum og öllum er búið að líða vel í tökunum.“ Søren vill ólmur sýna afraksturinn í galleríi á Íslandi, en þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við hann í gegnum heimasíðuna roenholt.dk. Søren hyggst yfirgefa landið á sunnudaginn, en óvíst er hvort hann kemst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

„Ég fer vonandi heim á sunnudaginn,“ segir hann og hlær. „Ég ferðaðist um Suðurland í vikunni til að skoða jökla. Við gistum eina nótt á bæ með nafni sem ég kann ekki að bera fram. Svo um morguninn sáum við í fréttunum að það væri eldgos í jöklinum og við urðum að aka hina leiðina heim. Það var 12 tíma akstur.“

Søren grét ekki ferðalagið, enda mikill náttúruunnandi. „Það var mjög fallegt,“ segir hann. „Veðrið var gott og ég sá miklu meira af Íslandi en ég bjóst við. Ég var heppinn að fjallið byrjaði að gjósa.“

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.