Lífið

Valli mótorsport

mættur aftur Valli Sport stýrir þætti um mótorsport í Ríkissjónvarpinu.
fréttablaðið/stefán
mættur aftur Valli Sport stýrir þætti um mótorsport í Ríkissjónvarpinu. fréttablaðið/stefán

„Ég er að fara að sjá um mótorsport í Ríkissjónvarpinu,“ segir Valgeir Magnússon – oftast þekktur sem Valli sport.

Valli snýr aftur á skjá landsmanna um helgina og lýsir opnu Evrópukeppninni í Formúlu 3. Á meðal keppenda er ökuþórinn Kristján Einar – ef eldgosið í Eyjafjallajökli leyfir liðinu hans að komast á áfangastað. Valli sást fyrst í sjónvarpi í þættinum Með hausverk um helgar sem hann stýrði ásamt Sigga Hlö félaga sínum, en hann segir að sá þáttur sé ekki væntanlegur aftur.

„Ég kem til með að lýsa Formúlu 3 og vera með stuttan þátt á undan þar sem fjallað verður almennt um mótorsport; hvað er að gerast úti í heimi og í íslensku mótorsporti,“ segir Valli. „Þættirnir verða alltaf þegar það verður keppt í Formúlu 3 – sextán skipti í sumar og fram á haust.“ Þættirnir verða 20 mínútna langir og Valli fær til sín gesti úr íslenska mótorsportheiminum.

„Við spjöllum um hvað er að gerast hér heima og förum líka yfir hvað er að gerast í öðrum kappakstri,“ segir Valli. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.