Óþarft framsal Pawel Bartoszek skrifar 10. nóvember 2010 10:08 Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun