Erlent

Skipta um trú í mótmælaskyni

Benedikt páfi heimsótti Bretland um miðjan síðasta mánuð.  Fréttablaðið/AP
Benedikt páfi heimsótti Bretland um miðjan síðasta mánuð. Fréttablaðið/AP

Bretland, AP Biskup og prestur innan ensku þjóðkirkjunnar tilkynntu nýverið að þeir ætli að gerast meðlimir rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Ástæðuna segja þeir vera óánægju með þau áform þjóðkirkjunnar að leyfa kvenkyns prestum að gegna stöðu biskups.

John Broadhurst, biskup í Fulham í London, er mótfallinn því að konur geti gegnt stöðu biskups og því hafi hann ákveðið að ganga í rómversk-kaþólsku kirkjuna. Benedikt páfi XVI. innleiddi nýverið nýja reglu sem heimilar kvæntum prestum innan ensku þjóðkirkjunnar að starfa undir nafni rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

„Ég hyggst hætta störfum áður en árinu lýkur. Ég er ekki að fara á eftirlaun, ég er að segja upp störfum,“ sagði Broadhurst.

Kosið verður um nýja reglugerð sem heimilar konum að gegna embætti biskups á næsta ári. -sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×