Kynþáttafordómar líðast ekki 15. september 2010 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar