Í átt að heilbrigðara samfélagi 19. mars 2010 06:00 Jóhann Ingi Kolbeinsson skrifar um samkeppni. Þegar yfir 1.200 Íslendingar komu saman á Þjóðfundi seint á síðasta ári til að draga upp mynd af því framtíðarsamfélagi sem við viljum búa í vó eitt gildi langþyngst í huga þjóðfundargesta: Heiðarleiki. Hinn almenni Íslendingur vill búa í heiðarlegu og réttlátu samfélagi þar sem allir sitja við sama borð. Því miður virðist sem heiðarleiki hafi verið víðsfjarri á mörgum sviðum þjóðfélagsins síðustu ár - við sjáum þess dæmi hvern einasta dag, t.d. í fréttaflutningi af aðdraganda bankahrunsins. Við breytum ekki fortíðinni en þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að læra af reynslunni við enduruppbyggingu íslensks atvinnulífs á grunni heiðarleika, sanngirni og réttlætis. Það er ánægjulegt að sjá ýmis dæmi þess að heiðarleika sé gert hærra undir höfði en áður og ber að hrósa fyrir það. Eitt slíkt tilvik er nýlegt útboð Reykjavíkurborgar um móttöku á boðgreiðslum en þar er tekið sérstaklega fram að óheimilt sé að gera samning við þann sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Slíkt ákvæði sýnir að Reykjavíkurborg leggur áherslu á að þau fyrirtæki sem skipt er við hafi stundað heiðarlega viðskiptahætti í gegnum tíðina. Ef allir legðust á eitt í þessum efnum, opinberir aðilar jafnt sem einkafyrirtæki, og settu sér reglur um að skipta ekki við þá sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu myndi fljótlega molna undan þeim sem hafa komið sér og sínum fyrirtækjum áfram með vafasömum viðskiptaháttum. Þjóðfélagið breytist ekki í einni svipan - en svona reglur eins og Reykjavíkurborg setur sér við útboð eru dæmi um skref sem við getum stigið í uppbyggingu á réttlátu og heiðarlegu þjóðfélagi.Baráttan við óheiðarleikannFyrirtækið sem ég stýri, Kortaþjónustan, hefur ekki farið varhluta af vafasömu siðferði í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Fyrirtækið er eitt þriggja sem býður greiðslumiðlun fyrir greiðslukort og höfum við allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2002 þurft að berjast við ólögmætar aðgerðir og samráð hinna fyrirtækjanna tveggja og bankanna, sem eru eigendur þeirra, sem hafa beitt sér mjög hart gegn því að samkeppni gæti myndast. Þetta er ójafn leikur, ósanngjarn og óheiðarlegur, en sem betur fer hafa samkeppnisyfirvöld fylgst með markaðnum. Árið 2008 voru hin fyrirtækin tvö á markaðnum, Greiðslumiðlun og Kreditkort, sektuð ásamt fyrirtækinu Fjölgreiðslumiðlun um samtals 735 milljónir króna fyrir aðgerðir sem beindust að því að koma í veg fyrir starfsemi Kortaþjónustunnar á Íslandi. Starfsemi sem vel að merkja hafði á nokkrum árum leitt til verulegra lækkana á þóknunum frá því sem áður var, söluaðilum og neytendum til hagsbóta. Samfélagið allt hagnaðist á innkomu Kortaþjónustunnar á markað - en það hugnaðist ekki gömlu kortafyrirtækjunum tveimur né eigendum þeirra, bönkunum, sem höfðu makað krókinn áður. Viðbrögð þessara aðila við innkomu Kortaþjónustunnar voru lýsandi dæmi um óheiðarleika þess sem vill stærri bita af kökunni en sanngjarnt er. Keppinautnum nýja skyldi bolað burt með öllum tiltækum ráðum og úr urðu stærstu viðurkenndu samkeppnislagabrot Íslandssögunnar. Sem dæmi um umfang og alvöru þessa máls má nefna að sektirnar voru þær hæstu sem ákvarðaðar hafa verið í einu máli - upphæðin nam ríflega helmingi allra stjórnvaldssekta sem Samkeppniseftirlitið ákvarðaði samanlagt á árunum 2008 og 2009. Óhrein sakaskráGreiðslumiðlun og Kreditkort heita í dag Valitor og Borgun, en þrátt fyrir ný nöfn, dóma og háar sektir virðist sem andi fákeppni, einokunar og óheiðarlegra vinnubragða sé enn alltof ríkjandi á greiðslumiðlunarmarkaðnum. Í því samhengi má benda á að um þessar mundir eru í vinnslu hjá Samkeppniseftirlitinu nokkur aðskilin mál sem tengjast meintum ólöglegum markaðsaðgerðum greiðslukortafyrirtækja, banka og sparisjóða á þessum markaði. Baráttan við fákeppni, viðskiptahindranir og óheiðarleika er enn alltof stór þáttur í starfsemi okkar hjá Kortaþjónustunni þegar við viljum miklu frekar beina öllum okkar kröftum í heiðarlega og eðlilega samkeppni, öllu samfélaginu til góðs. Þessu verður að linna. Við Íslendingar verðum að koma okkur upp úr farvegi óheiðarleikans sem hefur leitt okkur í þær villur sem þjóðin þarf nú að rata út úr. Þjóðfundurinn gaf okkur vegvísinn. Fyrsta skrefið er að líta í eigin barm og meta hvað við getum gert hvert fyrir sig til að auka heiðarleika í okkar leik og starfi. Næsta skref er fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar og skipta ekki við fyrirtæki með óhreina sakaskrá. Ef íslensk fyrirtæki fara að tapa viðskiptum vegna óheiðarlegra vinnubragða - í stað þess að græða á slíku athæfi - þá höfum við stigið stórt skref í átt að heiðarlegra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhann Ingi Kolbeinsson skrifar um samkeppni. Þegar yfir 1.200 Íslendingar komu saman á Þjóðfundi seint á síðasta ári til að draga upp mynd af því framtíðarsamfélagi sem við viljum búa í vó eitt gildi langþyngst í huga þjóðfundargesta: Heiðarleiki. Hinn almenni Íslendingur vill búa í heiðarlegu og réttlátu samfélagi þar sem allir sitja við sama borð. Því miður virðist sem heiðarleiki hafi verið víðsfjarri á mörgum sviðum þjóðfélagsins síðustu ár - við sjáum þess dæmi hvern einasta dag, t.d. í fréttaflutningi af aðdraganda bankahrunsins. Við breytum ekki fortíðinni en þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að læra af reynslunni við enduruppbyggingu íslensks atvinnulífs á grunni heiðarleika, sanngirni og réttlætis. Það er ánægjulegt að sjá ýmis dæmi þess að heiðarleika sé gert hærra undir höfði en áður og ber að hrósa fyrir það. Eitt slíkt tilvik er nýlegt útboð Reykjavíkurborgar um móttöku á boðgreiðslum en þar er tekið sérstaklega fram að óheimilt sé að gera samning við þann sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Slíkt ákvæði sýnir að Reykjavíkurborg leggur áherslu á að þau fyrirtæki sem skipt er við hafi stundað heiðarlega viðskiptahætti í gegnum tíðina. Ef allir legðust á eitt í þessum efnum, opinberir aðilar jafnt sem einkafyrirtæki, og settu sér reglur um að skipta ekki við þá sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu myndi fljótlega molna undan þeim sem hafa komið sér og sínum fyrirtækjum áfram með vafasömum viðskiptaháttum. Þjóðfélagið breytist ekki í einni svipan - en svona reglur eins og Reykjavíkurborg setur sér við útboð eru dæmi um skref sem við getum stigið í uppbyggingu á réttlátu og heiðarlegu þjóðfélagi.Baráttan við óheiðarleikannFyrirtækið sem ég stýri, Kortaþjónustan, hefur ekki farið varhluta af vafasömu siðferði í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Fyrirtækið er eitt þriggja sem býður greiðslumiðlun fyrir greiðslukort og höfum við allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2002 þurft að berjast við ólögmætar aðgerðir og samráð hinna fyrirtækjanna tveggja og bankanna, sem eru eigendur þeirra, sem hafa beitt sér mjög hart gegn því að samkeppni gæti myndast. Þetta er ójafn leikur, ósanngjarn og óheiðarlegur, en sem betur fer hafa samkeppnisyfirvöld fylgst með markaðnum. Árið 2008 voru hin fyrirtækin tvö á markaðnum, Greiðslumiðlun og Kreditkort, sektuð ásamt fyrirtækinu Fjölgreiðslumiðlun um samtals 735 milljónir króna fyrir aðgerðir sem beindust að því að koma í veg fyrir starfsemi Kortaþjónustunnar á Íslandi. Starfsemi sem vel að merkja hafði á nokkrum árum leitt til verulegra lækkana á þóknunum frá því sem áður var, söluaðilum og neytendum til hagsbóta. Samfélagið allt hagnaðist á innkomu Kortaþjónustunnar á markað - en það hugnaðist ekki gömlu kortafyrirtækjunum tveimur né eigendum þeirra, bönkunum, sem höfðu makað krókinn áður. Viðbrögð þessara aðila við innkomu Kortaþjónustunnar voru lýsandi dæmi um óheiðarleika þess sem vill stærri bita af kökunni en sanngjarnt er. Keppinautnum nýja skyldi bolað burt með öllum tiltækum ráðum og úr urðu stærstu viðurkenndu samkeppnislagabrot Íslandssögunnar. Sem dæmi um umfang og alvöru þessa máls má nefna að sektirnar voru þær hæstu sem ákvarðaðar hafa verið í einu máli - upphæðin nam ríflega helmingi allra stjórnvaldssekta sem Samkeppniseftirlitið ákvarðaði samanlagt á árunum 2008 og 2009. Óhrein sakaskráGreiðslumiðlun og Kreditkort heita í dag Valitor og Borgun, en þrátt fyrir ný nöfn, dóma og háar sektir virðist sem andi fákeppni, einokunar og óheiðarlegra vinnubragða sé enn alltof ríkjandi á greiðslumiðlunarmarkaðnum. Í því samhengi má benda á að um þessar mundir eru í vinnslu hjá Samkeppniseftirlitinu nokkur aðskilin mál sem tengjast meintum ólöglegum markaðsaðgerðum greiðslukortafyrirtækja, banka og sparisjóða á þessum markaði. Baráttan við fákeppni, viðskiptahindranir og óheiðarleika er enn alltof stór þáttur í starfsemi okkar hjá Kortaþjónustunni þegar við viljum miklu frekar beina öllum okkar kröftum í heiðarlega og eðlilega samkeppni, öllu samfélaginu til góðs. Þessu verður að linna. Við Íslendingar verðum að koma okkur upp úr farvegi óheiðarleikans sem hefur leitt okkur í þær villur sem þjóðin þarf nú að rata út úr. Þjóðfundurinn gaf okkur vegvísinn. Fyrsta skrefið er að líta í eigin barm og meta hvað við getum gert hvert fyrir sig til að auka heiðarleika í okkar leik og starfi. Næsta skref er fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar og skipta ekki við fyrirtæki með óhreina sakaskrá. Ef íslensk fyrirtæki fara að tapa viðskiptum vegna óheiðarlegra vinnubragða - í stað þess að græða á slíku athæfi - þá höfum við stigið stórt skref í átt að heiðarlegra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun