Erlent

Breski morðinginn svipti sig lífi

Maður sem lögreglan á Bretlandi hefur leitað að dögum saman svifti sig lífi eftir að lögregla króaði hann af um sex leytið í gærdag. Raoul Moat hafði verið á flótta undan lögreglunni í viku eftir að hann skaut og særði fyrrverandi eiginkonu sína og myrti elskhuga hennar. Þá skaut hann einnig lögregluþjón og særði illa í andliti. Lögregla króaði Moat af þar sem hann var í stóru afrennslisröri. Eftir að hafa reynt að tala hann til í nokkrar klukkustundir heyrðist skothvellur um miðnætti í nótt. Fannst Moat særður inni í rörinu og var hann fluttur á sjúkrahús en hann var látinn þegar þangað var komið. Moat hafi skilið eftir bréf til lögreglunnar þar sem sagðist vera brjálður morðingi og hann myndi skjóta eins marga lögregluþjóna og hann gæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×