Innlent

Frímerki með Bláa Lóninu

Kristín Birna Óðinsdóttir, forstöðumaður einstaklingssölu Póstsins og Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónsins.
Kristín Birna Óðinsdóttir, forstöðumaður einstaklingssölu Póstsins og Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónsins.

Bláa Lónið hefur gefið út frímerki til sölu með burðargjaldi til landa innan og utan Evrópu.

Í maí bættist við vöruframboð Póstsins þegar farið var að bjóða upp á Frímerkin mín með burðargjaldi til Evrópu og til landa utan Evrópu.

Frímerkin mín eru frímerki með eigin mynd þess sem kaupir þau og hægt er að hanna sín eigin frímerki á www.postur.is.

Bláa Lónið er fyrsta fyrirtækið sem nýtir sér Frímerkin mín til endursölu til viðskiptavina sinna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×