Erlent

Njósnari missir breskan ríkisborgararétt

Anna Chapman, einn rússnesku njósnaranna sem eru í haldi í Bandaríkjunum, hefur misst ríkisborgararétt sinn í Bretlandi. Hann fékk hún þegar hún giftist Breta árið 2002.

Anna heitir í raun Anya Kushchenko og var með tvöfaldan ríkisborgararétt frá 2002. Lögmaður hennar sagði í síðustu viku að hún hefði vildi fara til Bretlands. Innanríkisráðuneytið hefur hins vegar ógilt vegabréf hennar og vinnur að því að gera henni ókleift að ferðast til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×