Vettel: Erum dálítið brjálaðir 10. júlí 2010 18:46 Fremstu menn á ráslínunni á morgun, Alonso, Vettel og Webber. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira