Erlent

Hugo Chavez hótar olíubanni á Bandaríkin

Hugo Chavez hinn litríki forseti Venensúela hefur hótað því að stöðva alla olíuflutninga frá landinu til Bandaríkjanna ef Kólombíumenn ráðast á Venesúela.

Hótun þessi kemur í framhaldi af stigmagnandi deilu Venesúela og Kólombíu vegna ásakanna um að Venesúela veiti Farc skæruliðum skjól innan sinna landamæra og leyfi þeim að starfrækja bækistöðvar þar.

Sem stendur er Venesúela fimmti stærsti útflytjandi á olíu til Bandaríkjanna en sá útflutningur nemur að jafnaði milljón tunnum af olíu á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×