Upplýsingakerfi vantar um nám og störf Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á vegferð sinni um skólakerfið koma nemendur, ungir sem aldnir, að margs konar vegamótum sem kalla á að ákvörðun sé tekin af þeirra hálfu. Þetta getur verið ákvörðun um skólaskipti, námsbrautir eða ákvörðun um að finna sér viðfangsefni í atvinnulífinu. Við mat á mögulegum leiðum skiptir höfuðmáli að nemendur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um nám og störf. Það má því segja að upplýsingar um nám og störf séu sá grunnur sem allt náms- og starfsval landsmanna hvílir á. En hvernig skyldum við Íslendingar svo standa okkur í því að veita upplýsingar til fólks sem stendur frammi fyrir náms- og starfsvali? Því er fljótsvarað. Í samanburði við aðrar Vesturlandaþjóðir erum við mjög aftarlega á merinni. Upplýsingar um nám og störf er ekki hægt að nálgast á einum vef og því eru þær ekki aðgengilegar. Ekki hefur verið hugað að því að samræma þær rafrænu upplýsingar sem veittar eru og þær er að finna á ólíkum vefjum og eru því ekki heildstæðar. Í öðrum löndum hafa menn brugðist við þessum aðstæðum sem að ofan er lýst með því að koma sér upp aðgengilegum og heildstæðum rafrænum upplýsingakerfum um nám og störf. Daninn sem vantar upplýsingar um nám eða störf loggar sig inn á http://www.ug.dk/ og Ný-Sjálendingurinn inn á http://www.careers.govt.nz/ Á þessum vefjum er t.d. hægt að kanna eigin áhuga á námi og störfum, kanna þekkingu sína á náms- og starfsumhverfinu, fá upplýsingar um námsstyrki, eða vinnumarkað og fræðast um hvernig ráðlegt er að skipuleggja starfsferil sinn. Þá er einnig að finna upplýsingar til foreldra um hvernig unnt er að aðstoða ungviðið í þessu stóra verkefni sem náms- og starfsval er. Þeir sem vilja frekari aðstoð geta hringt í náms- og starfsráðgjafa, skrifað tölvupóst eða nálgast persónulegri aðstoð á vefnum. Ég hvet lesendur til að kanna fyrrgreindar vefslóðir, sjón er sögu ríkari. Fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér nám eða starf velur úr þeim upplýsingum sem eru tiltækar um nám, störf og eigin hæfni. Þannig má segja að upplýsingarnar séu aflgjafi þess að ryðja brautir í atvinnulífinu. Fátt er jafn mikilvægt fyrir bæði einkahag sem þjóðarhag og farsæld í námi og störfum, samt látum við Íslendingar hjá líða að framreiða upplýsingar um nám og störf á heildstæðan og aðgengilegan hátt. Ef við viljum bæta framleiðsluferlin í íslensku atvinnulífi er augljóst að öflugt upplýsingakerfi um nám og störf er grundvallar atriði. Allar forsendur eru til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd: fyrirmyndir að utan, sérfræðiþekking í náms- og starfsráðgjöf og upplýsingamiðlun hér á landi. Allt sem vantar er skýr vilji stjórnvalda og tiltölulega lítið fjármagn sem skilar sér þúsundfalt til baka. Það er samfélaginu lífsnauðsynlegt nú þegar atvinnuumhverfi hefur breyst með auknu atvinnuleysi og meiri kröfur um vandvirkni og sérfræðikunnáttu á öllum sviðum að einstaklingar eigi sem greiðastan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfa til að taka farsæla ákvörðun um nám og starf. Svo ánægjulega vill til að Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf hefur nú fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til að gera þarfagreiningu og áætlun um hvernig væri unnt að koma slíku upplýsingakerfi á. Þar þurfa að koma að borðinu fulltrúar allra þeirra aðila sem framleiða náms- og starfsupplýsingar. Með samstilltu átaki og samstarfi við aðstandendur erlendra upplýsingabanka ættum við að geta komið okkur upp aðgengilegu upplýsingakerfi um nám og störf.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar