Erlent

Varasamt að sitja með fartölvur í kjöltunni

Óli Tynes skrifar
Ekki sitja svona of lengi.
Ekki sitja svona of lengi.

Læknar hafa varað fólk við að sitja með fartölvur í kjöltunni langtímum saman. Það getur valdið varanlegum húðskemmdum. Aðvörunin var send út eftir að tólf ára gamall svissneskur strákur fékk varanlegar húðskemmdir á öðru lærinu.

Hann hafði verið í tölvuleikjum og setið með tölvuna í kjöltunni í nokkra tíma á dag í nokkra mánuði. Botninn á fartölvum er vel heitur og það er það sem veldur húðskemmdunum. Eftir að fréttist af svissneska stráknum gáfu fleiri læknar sig fram og sögðu frá svipuðum tilfellum.

Frá þessu er skýrt í læknaritinu US journal of Paediatrics. Fólki sem vill sitja með tölvur sínar í fanginu er því ráðlagt að hafa eitthvað á milli til þess að verjast hitanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×