Erlent

Fár vegna flugsýningar -myndband

Óli Tynes skrifar
Yfir Golden Gate brúnni.
Yfir Golden Gate brúnni.

Skipuleggjendur flugsýningar í San-Francisco um síðustu helgi hafa verið harðlega gagnrýndir vegna lágflugs breiðþotu yfir borgina. Flugsýningin var á vegum bandaríska flughersins en Boeing 747 breiðþota frá United Airlines tók einnig þátt í henni. Hún flaug meðal annars lágt yfir Golden Gate brúna.

Gagnrýnendur segja að þetta hafi minnt alltof mikið á árásirnar á New York árið 2001. Bloggarar bera þó flestir blak af skipuleggjendunum. Einn þeirra segir: „Látið þið ekki svona. Hrífist og lifið. Þetta er flugsýning með Boeing 747 þotu að gera hluti sem við fáum annars aldrei að sjá. Sólin skein þegar árásin var gerð á New York. Eigum við að fyllast skelfingu í hvert skipti sem við sjáum sólina?"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×