Erlent

35 ár frá stefnumóti í geimnum

Óli Tynes skrifar
Fyrir miðri mynd má grilla í geifmarana Vance Brand, Thomar Stafford og Alexei Leonov.
Fyrir miðri mynd má grilla í geifmarana Vance Brand, Thomar Stafford og Alexei Leonov. Mynd/AP

Þrjátíu og fimm ár eru liðin frá fyrstu alþjóðlegu geimferðinni. Það var 19. júlí árið 1975 sem bandarískt Apollo geimfar og rússneskt Soyuz geimfar hittust á braut um jörðu og voru tengd saman.

Þrír geimfarar voru um borð í Apollo og tveir í Soyuz. Þótt einhverjar sameiginlegar vísindatilraunir hafi verið gerðar var þetta fyrst og fremst táknrænn atburður.

Hann átti meðal annars að undirstrika að báðar þjóðirnar væru á móti því að alheimurinn yrði hervæddur. Í tilefni af þessu afmæli hittust þrír af geimförunum fimm í Geimrannsóknasafninu í Moskvu, í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×