Erlent

Notendur Facebook orðnir hálfur milljarður

Vinsælasti samskiptavefur heimsins, Facebook, er nú kominn með hálfan milljarð notenda á heimsvísu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook.

Á síðustu sex mánuðum hafa um 100 milljón nýir notendur bættst við á Facebook. Forráðamenn Facebook telja að ekki líði langur tími þar til notendur vefsins verði orðnir 750 milljónir talsins.

Ísland er í öðru sæti þjóða sem nota Facebook mest ef miðað er við höfðatölu en um 60% Íslendinga eru nú skráðir á vefinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×