Alcoa Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 74 milljarða 9. febrúar 2010 14:21 Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum voru flutt úr. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1.4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag. „Fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 bandaríkjadalir, eða um 210.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Álverð sveiflaðist mjög mikið á árinu. Viðmiðunarverð á markaði (LME) fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali," segir ennfremur. Mesti rafstraumur sem þekkist Þá segir að á árinu hafi verið unnið að framleiðsluaukningu í álverinu með því að auka rafstrauminn sem leiddur er í gegnum kerin. „Straumurinn var um áramótin kominn upp í 380 kílóamper, sem er hæsti straumur sem þekkist í álverum með sambærilega tækni. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 349 þúsund tonn. Að meðaltali voru framleidd tæp 3 tonn af áli í hverju keri á dag. Skýringin á aukinni framleiðslu er fyrst og fremst bætt straumnýtni sem er með því besta sem gerist í heiminum. Alcoa Fjarðaál notaði að jafnaði 554 megavött af raforku á síðasta ári. Keralína álversins notaði 529 megavött en að auki notaði Fjarðaál 25 megavött í annað en sjálfa álframleiðsluna, þannig að heildarnotkun fyrirtækisins er um 30% allrar raforku sem er framleidd á Íslandi."Aukin áhersla á verðmætari afurðir Ennfremur segir að árið 2009 hafi aukin áhersla verið lögð á framleiðslu verðmætari afurða úr álinu: álvíra og svokallaðra melmisstanga, sem eru litlar 10 kg stangir úr álblöndum. „Tæp 215 þúsund tonn voru framleidd af svokölluðum hleifum, tæplega 82 þúsund tonn af T-börrum, rúmlega 44 þúsund tonn af álvírum, sem eru verðmætasta afurð álversins, rúm 2 þúsund tonn af melmisstöngum og um 7 tonn af öðrum vörum. Stefnt er að því að auka enn framleiðslu á melmisstöngum og álvírum á þessu ári." Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Útflutningur Alcoa Fjarðaáls á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum voru flutt úr. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1.4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag. „Fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 bandaríkjadalir, eða um 210.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Álverð sveiflaðist mjög mikið á árinu. Viðmiðunarverð á markaði (LME) fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali," segir ennfremur. Mesti rafstraumur sem þekkist Þá segir að á árinu hafi verið unnið að framleiðsluaukningu í álverinu með því að auka rafstrauminn sem leiddur er í gegnum kerin. „Straumurinn var um áramótin kominn upp í 380 kílóamper, sem er hæsti straumur sem þekkist í álverum með sambærilega tækni. Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir, eða rúmlega 349 þúsund tonn. Að meðaltali voru framleidd tæp 3 tonn af áli í hverju keri á dag. Skýringin á aukinni framleiðslu er fyrst og fremst bætt straumnýtni sem er með því besta sem gerist í heiminum. Alcoa Fjarðaál notaði að jafnaði 554 megavött af raforku á síðasta ári. Keralína álversins notaði 529 megavött en að auki notaði Fjarðaál 25 megavött í annað en sjálfa álframleiðsluna, þannig að heildarnotkun fyrirtækisins er um 30% allrar raforku sem er framleidd á Íslandi."Aukin áhersla á verðmætari afurðir Ennfremur segir að árið 2009 hafi aukin áhersla verið lögð á framleiðslu verðmætari afurða úr álinu: álvíra og svokallaðra melmisstanga, sem eru litlar 10 kg stangir úr álblöndum. „Tæp 215 þúsund tonn voru framleidd af svokölluðum hleifum, tæplega 82 þúsund tonn af T-börrum, rúmlega 44 þúsund tonn af álvírum, sem eru verðmætasta afurð álversins, rúm 2 þúsund tonn af melmisstöngum og um 7 tonn af öðrum vörum. Stefnt er að því að auka enn framleiðslu á melmisstöngum og álvírum á þessu ári."
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira