Viðskipti innlent

Engin stórtíðindi koma af fundinum í Haag

Engin stórtíðindi munu koma af fundinum um Icesave málið sem haldinn verður í Haag í Hollandi síðar í dag. Reuters hefur eftir talsmanni hollenska fjármálaráðuneytisins að á fundinum verði einungis farið yfir stöðuna „take stock" og ekki sé annað á dagskránni.

Í sama streng tekur Einar Karl Haraldsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Hann segir einnig við Reuters að vissulega sé engra stórtíðinda að vænta af fundinum. Hinsvegar gæti eitthvað komið fram um hvernig málið verði þróað áfram.

Eins og fram hefur komið í fréttum munu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sitja fundinn fyrir Íslands hönd. Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands og Lord Myners viðskiptaráðherra Bretlands sitja fundinn með þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×