Hvernig þarf þjóðaratkvæðagreiðslan að vera? Þingmenn Hreyfingarinnar skrifar 8. janúar 2010 17:00 Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Þór Saari Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun