Viðskipti innlent

OECD: Kreppan lengri og dýpri á Ísland

Af tölum OECD í nýrri skýrslu stofnunarinnar er nokkuð ljóst að kreppan hér á landi er bæði mun dýpri og lengri en í öðrum aðildarríkjum OECD. Þannig spáir stofnunin að hagvöxtur verði að meðaltali 2,7% innan aðildarríkjanna í ár og svo 2,8% á næsta ári.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD spáir því að raunsamdráttur landsframleiðslu í ár verði 2,2% hér á landi samkvæmt hagspá stofnunarinnar sem birt var nú í morgun.

Þetta er nokkuð minni samdráttur en aðrar stofnanir hafa verið að gera ráð fyrir í nýlegum spám. Þannig spáir t.a.m. Seðlabanki Íslands (SÍ) 2,6% samdrætti hér á landi á árinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) 3,0% samdrætti. Á næsta ári reiknar OECD með því að íslenska hagkerfið taki ágætlega við sér og spáir hagvexti upp á 2,3% sem er í takti við spá AGS en nokkru minni en 3,4% vöxtur sem SÍ reiknar með.



Mjög mismunandi er hvernig horfir í efnahagsmálum innan aðildarríkjanna og ætti ekki að koma á óvart að OECD reiknar með að samdrátturinn verði mestur í Grikklandi. Þannig gerir OECD ráð fyrir 3,7% samdrætti í Grikklandi á árinu og svo 2,5% samdrætti til viðbótar á því næsta.

Þess má geta að Grikkland er eina ríkið þar sem stofnunin spáir meiri samdrætti á árinu en á Íslandi, en á móti kemur að mun meiri samdráttur var hér á landi á síðasta ári en hjá Grikkjum, eða 6,5% á móti 2,0%. OECD reiknar einnig með að landsframleiðsla muni dragast saman á árinu á Írlandi og svo á Spáni, eða um 0,7% og 0,2%, en reiknar með hagvexti í öðrum aðildarríkjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×