Magnús spáir Val og HK í úrslitin Elvar Geir Magnússon skrifar 22. apríl 2010 12:00 Magnús Erlendsson spáir því að Valsmenn og HK-ingar muni leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Vísir fékk Magnús Erlendsson, markvörð Fram, til að spá fyrir um undanúrslitaeinvígi N1-deildarinnar. Magnús var í gær útnefndur besti leikmaður umferða 15-21 í deildinni en Safamýrarliðið náði með góðum endaspretti að bjarga sér frá falli. „Tímabilið hjá okkur olli auðvitað vonbrigðum á heildina litið. Við ætluðum okkur miklu stærri hluti. Miðað við stöðuna um áramótin getum við ekki annað en verið ánægðir með hvernig þetta endaði. Um leið og þetta small hjá okkur og við fórum að hlaða inn stigunum þá sýndum við getuna í liðinu," sagði Magnús eftir að hafa tekið við viðurkenningunni í gær. Eins og fegurðardrottingarnar fékk hann spurninguna hvort hann hefði átt von á þessu. „Auðvitað gerir maður sér einhverjar vonir en þessi viðurkenning kemur mér samt skemmtilega á óvart. Liðið spilaði mjög vel og mér fannst Fram vera eitt besta liðið í þriðja hlutanum," svaraði Magnús. „Við töpuðum tveimur leikjum og báðum með einu marki. Það er gaman að geta tekið við þessari viðurkenningu og ég væri ekki að taka við þessari viðurkenningu nema strákarnir hefðu spilað vel og hefðu spilað dúndurvörn." Úrslitakeppnin fer af stað í dag. Í undanúrslitunum mætast annarsvegar Valur og Akureyri og hinsvegar Haukar og HK. Tvo sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitum. Valsmenn taka á móti Akureyri klukkan 16 í dag en Magnús spáir heimsigrum í einvíginu. „Valsararnir eru mjög erfiðir heim að sækja og að sama skapi er erfitt að fara norður. Ég tel að heimavellirnir muni skipta sköpum í þessu einvígi og þetta endi 2-1 fyrir Val," sagði Magnús. Hann átti í meiri erfiðleikum með að spá fyrir um einvígi Hauka og HK en fyrsti/fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði klukkan 1930 í kvöld. „Ég tel að það velti allt á því hvernig fyrsti leikurinn fer. HK hefur gengið ágætlega á móti Haukum í vetur. Annaðhvort tekur HK þetta 2-0 eða Haukar vinna 2-1. Ég ætla að segja að Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari HK) eigi skilið að klára þennan síðasta vetur á Íslandi með að fara í úrslit og spái því 2-0 fyrir HK," sagði Magnús.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita